Ekki hægt að nota inneignarnótu úr einni verslun í annarri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2020 15:19 Verslun Pennans Eymundssonar við Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýlega uppfærðum skilareglum Pennans Eymundssonar geta neytendur eingöngu notað inneignarnótur í þeirri verslun sem þær eru gefnar út. Þetta þýðir að ef vöru er skilað í verslun í Kringlunni, er ekki hægt að nota inneignarnótuna í Smáralind. Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“ Um þetta atriði og fleiri var tekist á í dómsmáli er varðaði kaup konu á Eames-hægindastóli, sem Penninn Eymundsson neitaði að afhenda konunni þrátt fyrir að starfsmenn fyrirtækisins hefðu tekið á móti greiðslu í formi gjafakorts, inneignarnóta og peninga. Í dóminum kemur m.a. fram að skilareglur Pennanns Eymundssonar hafi verið uppfærðar eftir að konan keypti stólinn og áður en málið fór fyrir dóm en í dóminum segir m.a. um málarök fyrirtækisins: „Samkvæmt skilareglum stefnda, sem hafi verið uppfærðar með það fyrir augum að skerpa enn betur á gildandi framkvæmd, sé einungis unnt að nota inneignarnótu í viðkomandi verslun Pennans Eymundson sem hafi gefið út inneignarnótuna og til kaupa á vörum í smásölu. Ekki sé hægt að nota inneignarnótur til kaupa á vörum á húsgagnasviði fyrirtækisins.“ Rekstrarstjórinn svarar ekki fyrir reglurnar Þetta stendur nú skýrum stöfum í skilareglum á vef Pennanns Eymundssonar og ekki hægt að skilja þær öðruvísi en að ofan er greint; ef vöru er skilað í versluninni að Hafnarstræti á Akureyri, sé ekki hægt að nota inneignarnótuna í Kringlunni, til dæmis. Skilareglur Pennans Eymundsson 1. Ef skila á vöru í verslun Pennans Eymundsson skal strax hafa samband við næsta starfsmann þegar komið er inn í verslunina. 2. Við vöruskil skal framvísa kassakvittun eða sýna fram á að varan sé með gjafamiða. 3. Vara skal vera í upprunalegu ástandi til þess að hægt sé að skila henni, þ.e. að umbúðir og vara séu óskemmd, fylgihlutir og leiðbeiningar séu með vörunni ef um slíkt er að ræða. 4. Séu vöruskil innan 14 daga frá dagsetningu kassakvittunar er varan endurgreidd samkvæmt söluverði kassakvittunar. 5. Ef meira en 14 dagar eru liðnir frá vörukaupum þegar vöru er skilað, er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluvirði vörunnar á kassakvittun. Það sama á við ef vöru er skilað einungis með gjafamiða og án kassakvittunar. Heimilt er að fara fram á að inneignarnóta sé gefin út á kennitölu viðkomandi. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudegi hennar gegn framvísun frumrits. Ekki er hægt að reikningsfæra eða skuldajafna inneignarnótu. Óheimilt er að skipta inneignarnótu í gjafakort. 6. Ef mismunur á verði vöru sem keypt er og áður útgefinnar inneignarnótu er meiri en 500 kr. er gefin út ný inneignarnóta fyrir eftirstöðvunum. 7. Inneignarnótu er einungis hægt að nota í viðkomandi verslun Pennans Eymundsson sem gaf út inneignanótuna, til kaupa á vörum í smásölu. Ekki er hægt að nota inneignarnótur til kaupa á vörum á Húsgagnasviði Pennans. 8. Starfsmönnum Pennans Eymundsson er heimilt að synja um vörukaup í verslun ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins. 9. Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu. 10. Sé vara keypt innan 14 daga fyrir upphaf útsölu skal, ef henni er skilað eftir að útsala hefst, miða við verð vörunnar á útsölunni sé hún endurgreidd, nema seljandi samþykki aðra verðviðmiðun. Neytandi á þó ávallt rétt á inneignarnótu og skal þá miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar samkvæmt kassakvittun. 11. Inneignarnótu sem gefin hefur verið út innan 14 daga fyrir útsölu eða meðan útsala stendur yfir er ekki hægt að nota sem greiðslumiðil á útsölunni nema með samþykki seljanda. 12. Starfsmönnum er heimilt að neita móttöku skilavöru og endurgreiðslu á vöru ef kassakvittun er ekki framvísað. 13. Skil á vörum sem keyptar eru í gegnum viðskiptareikning eru kreditfærð á viðkomandi viðskiptareikning. 14. Rafbókum og öðrum rafrænum vörum er ekki hægt að skila. 15. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. 16. Sé ekki unnt að framvísa sölukvittun við skil á vöru eða varan sé með gjafamiða er starfsmanni Pennans Eymundsson heimilt að taka á móti vörunni gegn útgáfu inneignarnótu, en að frádreginni 550 kr. þóknun sem dregst af verði skilavöru. Hér er aðeins um að ræða bækur sem hafa skilarétt til útgefenda. 17. Á skiptibókamarkaði Pennans Eymundsson með námsbækur, er tekið á móti notuðum námsbókum sem sannarlega eru kenndar samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu. Um notkun á slíkum inneignarnótum gilda aðrar greinar þessara reglna, m.a. um úttektir í sömu verslun og um úttektarmörk. Heimilt er að synja um móttöku á skiptibókum í einstökum verslunum Pennans Eymundsson ef þar er fyrir of mikið magn sama bókatitils. 18. Hægt er að óska eftir að skila bók sem ekki er með álímdum skilamiða Pennans Eymundsson og ef tekið er við henni innheimtir verslunin 550 kr. umsýslukostnað af skilaverðinu. Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans Eymundssonar, vildi ekki svara því hvort þetta væri raunin og benti á Ingimar Jónsson forstjóra. Ingimar hafði ekki svarað skilaboðum þegar fréttin var birt. Neytendasamtökin kannast ekki við sambærilegt fyrirkomulag Í dóminum segir enn fremur um málarök Pennans Eymundssonar um uppfærðar skilareglur: „Reglur þessar árétti einungis það sem áður hafi tíðkast og það sem verði að telja eðlilega viðskiptahætti, enda komi það skýrt fram á inneignarnótunum hvað teljist vera heimil notkun.“ Vísir leitaði til Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, og spurði hann hvort samtökin hefðu fengið mál inn á sitt borð þar sem neytanda hefði verið meinað að nota inneignarnótu úr einni verslun fyrirtækis í annarri. Breki svaraði neitandi og sagðist ekki kannast við reglur af þessu tagi. Hann ítrekaði að það væri afstaða Neytendasamtakanna að inneignarnótur og gjafakort væru jafngildi peningaseðla en sagði flestar fyrirspurnir varðandi þær tengjast takmörkuðum gildistíma. „Við hjá Neytendasamtökunum höfum lengi haft horn í síðu gjafabréfa og inneignarnóta einmitt útaf því að það eru ekki til skýrar reglur eða lög um þær,“ sagði hann. Grennslast var fyrir hjá öðrum fyrirtækjum sem reka keðju verslana, m.a. Elko og Hagkaup. Forsvarsmenn viðkomandi fyrirtækja sögðu inneignarnótur að sjálfsögðu gilda í öllum verslunum þeirra. Vesen fyrir viðskiptavini Það er óumdeilt að nokkuð óhagræði er af því fyrir neytendur að inneignarnótur séu bundnar við eina verslun frekar en aðra. Gildir þetta ekki síst um þá sem eiga heima á landsbyggðinni. Þá ber viðskiptavinum, skv. 1. reglu, að hafa strax samband við næsta starfsmann þegar komið er í verslun ef ætlunin er að skila vöru. Reglurnar gera það sumsé að verkum að viðskiptavinur þarf að vera þess minnugur að biðja starfsmann að geyma skilavöruna á meðan hann athugar hvort það sem hann vill í skiptum sé til eða skoðar vöruúrvalið, þar sem inneignarnótan sem hann fær í viðkomandi verslun er ekki gild annars staðar. Neytendur Verslun Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Þá er aðeins hægt að nota inneignarnótuna til að kaupa vörur í smásölu og starfsmönnum heimilt að synja um vörukaup „ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins.“ Um þetta atriði og fleiri var tekist á í dómsmáli er varðaði kaup konu á Eames-hægindastóli, sem Penninn Eymundsson neitaði að afhenda konunni þrátt fyrir að starfsmenn fyrirtækisins hefðu tekið á móti greiðslu í formi gjafakorts, inneignarnóta og peninga. Í dóminum kemur m.a. fram að skilareglur Pennanns Eymundssonar hafi verið uppfærðar eftir að konan keypti stólinn og áður en málið fór fyrir dóm en í dóminum segir m.a. um málarök fyrirtækisins: „Samkvæmt skilareglum stefnda, sem hafi verið uppfærðar með það fyrir augum að skerpa enn betur á gildandi framkvæmd, sé einungis unnt að nota inneignarnótu í viðkomandi verslun Pennans Eymundson sem hafi gefið út inneignarnótuna og til kaupa á vörum í smásölu. Ekki sé hægt að nota inneignarnótur til kaupa á vörum á húsgagnasviði fyrirtækisins.“ Rekstrarstjórinn svarar ekki fyrir reglurnar Þetta stendur nú skýrum stöfum í skilareglum á vef Pennanns Eymundssonar og ekki hægt að skilja þær öðruvísi en að ofan er greint; ef vöru er skilað í versluninni að Hafnarstræti á Akureyri, sé ekki hægt að nota inneignarnótuna í Kringlunni, til dæmis. Skilareglur Pennans Eymundsson 1. Ef skila á vöru í verslun Pennans Eymundsson skal strax hafa samband við næsta starfsmann þegar komið er inn í verslunina. 2. Við vöruskil skal framvísa kassakvittun eða sýna fram á að varan sé með gjafamiða. 3. Vara skal vera í upprunalegu ástandi til þess að hægt sé að skila henni, þ.e. að umbúðir og vara séu óskemmd, fylgihlutir og leiðbeiningar séu með vörunni ef um slíkt er að ræða. 4. Séu vöruskil innan 14 daga frá dagsetningu kassakvittunar er varan endurgreidd samkvæmt söluverði kassakvittunar. 5. Ef meira en 14 dagar eru liðnir frá vörukaupum þegar vöru er skilað, er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluvirði vörunnar á kassakvittun. Það sama á við ef vöru er skilað einungis með gjafamiða og án kassakvittunar. Heimilt er að fara fram á að inneignarnóta sé gefin út á kennitölu viðkomandi. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudegi hennar gegn framvísun frumrits. Ekki er hægt að reikningsfæra eða skuldajafna inneignarnótu. Óheimilt er að skipta inneignarnótu í gjafakort. 6. Ef mismunur á verði vöru sem keypt er og áður útgefinnar inneignarnótu er meiri en 500 kr. er gefin út ný inneignarnóta fyrir eftirstöðvunum. 7. Inneignarnótu er einungis hægt að nota í viðkomandi verslun Pennans Eymundsson sem gaf út inneignanótuna, til kaupa á vörum í smásölu. Ekki er hægt að nota inneignarnótur til kaupa á vörum á Húsgagnasviði Pennans. 8. Starfsmönnum Pennans Eymundsson er heimilt að synja um vörukaup í verslun ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins. 9. Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu. 10. Sé vara keypt innan 14 daga fyrir upphaf útsölu skal, ef henni er skilað eftir að útsala hefst, miða við verð vörunnar á útsölunni sé hún endurgreidd, nema seljandi samþykki aðra verðviðmiðun. Neytandi á þó ávallt rétt á inneignarnótu og skal þá miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar samkvæmt kassakvittun. 11. Inneignarnótu sem gefin hefur verið út innan 14 daga fyrir útsölu eða meðan útsala stendur yfir er ekki hægt að nota sem greiðslumiðil á útsölunni nema með samþykki seljanda. 12. Starfsmönnum er heimilt að neita móttöku skilavöru og endurgreiðslu á vöru ef kassakvittun er ekki framvísað. 13. Skil á vörum sem keyptar eru í gegnum viðskiptareikning eru kreditfærð á viðkomandi viðskiptareikning. 14. Rafbókum og öðrum rafrænum vörum er ekki hægt að skila. 15. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. 16. Sé ekki unnt að framvísa sölukvittun við skil á vöru eða varan sé með gjafamiða er starfsmanni Pennans Eymundsson heimilt að taka á móti vörunni gegn útgáfu inneignarnótu, en að frádreginni 550 kr. þóknun sem dregst af verði skilavöru. Hér er aðeins um að ræða bækur sem hafa skilarétt til útgefenda. 17. Á skiptibókamarkaði Pennans Eymundsson með námsbækur, er tekið á móti notuðum námsbókum sem sannarlega eru kenndar samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu. Um notkun á slíkum inneignarnótum gilda aðrar greinar þessara reglna, m.a. um úttektir í sömu verslun og um úttektarmörk. Heimilt er að synja um móttöku á skiptibókum í einstökum verslunum Pennans Eymundsson ef þar er fyrir of mikið magn sama bókatitils. 18. Hægt er að óska eftir að skila bók sem ekki er með álímdum skilamiða Pennans Eymundsson og ef tekið er við henni innheimtir verslunin 550 kr. umsýslukostnað af skilaverðinu. Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans Eymundssonar, vildi ekki svara því hvort þetta væri raunin og benti á Ingimar Jónsson forstjóra. Ingimar hafði ekki svarað skilaboðum þegar fréttin var birt. Neytendasamtökin kannast ekki við sambærilegt fyrirkomulag Í dóminum segir enn fremur um málarök Pennans Eymundssonar um uppfærðar skilareglur: „Reglur þessar árétti einungis það sem áður hafi tíðkast og það sem verði að telja eðlilega viðskiptahætti, enda komi það skýrt fram á inneignarnótunum hvað teljist vera heimil notkun.“ Vísir leitaði til Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, og spurði hann hvort samtökin hefðu fengið mál inn á sitt borð þar sem neytanda hefði verið meinað að nota inneignarnótu úr einni verslun fyrirtækis í annarri. Breki svaraði neitandi og sagðist ekki kannast við reglur af þessu tagi. Hann ítrekaði að það væri afstaða Neytendasamtakanna að inneignarnótur og gjafakort væru jafngildi peningaseðla en sagði flestar fyrirspurnir varðandi þær tengjast takmörkuðum gildistíma. „Við hjá Neytendasamtökunum höfum lengi haft horn í síðu gjafabréfa og inneignarnóta einmitt útaf því að það eru ekki til skýrar reglur eða lög um þær,“ sagði hann. Grennslast var fyrir hjá öðrum fyrirtækjum sem reka keðju verslana, m.a. Elko og Hagkaup. Forsvarsmenn viðkomandi fyrirtækja sögðu inneignarnótur að sjálfsögðu gilda í öllum verslunum þeirra. Vesen fyrir viðskiptavini Það er óumdeilt að nokkuð óhagræði er af því fyrir neytendur að inneignarnótur séu bundnar við eina verslun frekar en aðra. Gildir þetta ekki síst um þá sem eiga heima á landsbyggðinni. Þá ber viðskiptavinum, skv. 1. reglu, að hafa strax samband við næsta starfsmann þegar komið er í verslun ef ætlunin er að skila vöru. Reglurnar gera það sumsé að verkum að viðskiptavinur þarf að vera þess minnugur að biðja starfsmann að geyma skilavöruna á meðan hann athugar hvort það sem hann vill í skiptum sé til eða skoðar vöruúrvalið, þar sem inneignarnótan sem hann fær í viðkomandi verslun er ekki gild annars staðar.
1. Ef skila á vöru í verslun Pennans Eymundsson skal strax hafa samband við næsta starfsmann þegar komið er inn í verslunina. 2. Við vöruskil skal framvísa kassakvittun eða sýna fram á að varan sé með gjafamiða. 3. Vara skal vera í upprunalegu ástandi til þess að hægt sé að skila henni, þ.e. að umbúðir og vara séu óskemmd, fylgihlutir og leiðbeiningar séu með vörunni ef um slíkt er að ræða. 4. Séu vöruskil innan 14 daga frá dagsetningu kassakvittunar er varan endurgreidd samkvæmt söluverði kassakvittunar. 5. Ef meira en 14 dagar eru liðnir frá vörukaupum þegar vöru er skilað, er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluvirði vörunnar á kassakvittun. Það sama á við ef vöru er skilað einungis með gjafamiða og án kassakvittunar. Heimilt er að fara fram á að inneignarnóta sé gefin út á kennitölu viðkomandi. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudegi hennar gegn framvísun frumrits. Ekki er hægt að reikningsfæra eða skuldajafna inneignarnótu. Óheimilt er að skipta inneignarnótu í gjafakort. 6. Ef mismunur á verði vöru sem keypt er og áður útgefinnar inneignarnótu er meiri en 500 kr. er gefin út ný inneignarnóta fyrir eftirstöðvunum. 7. Inneignarnótu er einungis hægt að nota í viðkomandi verslun Pennans Eymundsson sem gaf út inneignanótuna, til kaupa á vörum í smásölu. Ekki er hægt að nota inneignarnótur til kaupa á vörum á Húsgagnasviði Pennans. 8. Starfsmönnum Pennans Eymundsson er heimilt að synja um vörukaup í verslun ef andvirði söluhlutar er hærra en 50.000 kr. og ætlunin er að greiða fyrir hann með inneignarnótum sem nema að minnsta kosti helmingi andvirðisins. 9. Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu. 10. Sé vara keypt innan 14 daga fyrir upphaf útsölu skal, ef henni er skilað eftir að útsala hefst, miða við verð vörunnar á útsölunni sé hún endurgreidd, nema seljandi samþykki aðra verðviðmiðun. Neytandi á þó ávallt rétt á inneignarnótu og skal þá miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar samkvæmt kassakvittun. 11. Inneignarnótu sem gefin hefur verið út innan 14 daga fyrir útsölu eða meðan útsala stendur yfir er ekki hægt að nota sem greiðslumiðil á útsölunni nema með samþykki seljanda. 12. Starfsmönnum er heimilt að neita móttöku skilavöru og endurgreiðslu á vöru ef kassakvittun er ekki framvísað. 13. Skil á vörum sem keyptar eru í gegnum viðskiptareikning eru kreditfærð á viðkomandi viðskiptareikning. 14. Rafbókum og öðrum rafrænum vörum er ekki hægt að skila. 15. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. 16. Sé ekki unnt að framvísa sölukvittun við skil á vöru eða varan sé með gjafamiða er starfsmanni Pennans Eymundsson heimilt að taka á móti vörunni gegn útgáfu inneignarnótu, en að frádreginni 550 kr. þóknun sem dregst af verði skilavöru. Hér er aðeins um að ræða bækur sem hafa skilarétt til útgefenda. 17. Á skiptibókamarkaði Pennans Eymundsson með námsbækur, er tekið á móti notuðum námsbókum sem sannarlega eru kenndar samkvæmt námsskrá framhaldsskóla gegn útgáfu inneignarnótu. Um notkun á slíkum inneignarnótum gilda aðrar greinar þessara reglna, m.a. um úttektir í sömu verslun og um úttektarmörk. Heimilt er að synja um móttöku á skiptibókum í einstökum verslunum Pennans Eymundsson ef þar er fyrir of mikið magn sama bókatitils. 18. Hægt er að óska eftir að skila bók sem ekki er með álímdum skilamiða Pennans Eymundsson og ef tekið er við henni innheimtir verslunin 550 kr. umsýslukostnað af skilaverðinu.
Neytendur Verslun Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira