Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 13:27 Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða vangoldin framlög úr Jöfnunarsjóði. Borgin hyggur á málsókn. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á. Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa. Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Í bréfi sem lögmaðurinn skrifaði ríkinu kemur fram að borgin hafi verið útilokuð með ólögmætum hætti frá jöfnunargreiðslum vegna grunnskóla og nýbúafræðslu. Formanni borgarráðs þykir ólíklegt að ráðherra málaflokksins bregðist við áður en dagurinn er úti. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að greiðslur til borgarinnar myndu koma úr jöfnunarsjóði og bitna á framlögum sjóðsins til annarra sveitarfélaga, það er, ef borgin vinnur málið fyrir dómstólum. Þetta hefur orðið til þess að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur mótmælt kröfu Reykjavíkurborgar og safnar í raun liði gegn henni. Í fréttablaðinu í dag er haft eftir Stefáni Vagn Stefánssyni, formanni byggðarráðs, að krafa borgarinnar myndi stórskaða afkomu annarra sveitarfélaga, verði gengið að henni. Segir málflutning sveitarstjórnar Skagafjarðar byggjast á misskilningi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir sveitarstjórn Skagafjarðar misskilja málið. „Í fyrsta lagi þá erum við nú að sækja málið gegn ríkinu – alls ekki Jöfnunarsjóði. Það er bara ákvörðun á hverjum tíma fyrir sig, hvað varðar Jöfnunarsjóð, greiðslur inn í hann, hvernig þær eru og hvernig þær fara út úr honum. Við erum fyrst og síðast að höfða mál gegn ríkinu. Við teljum þetta vera mikilvægt mál fyrir okkur því þetta er sanngirnismál. Við erum þarna útilokuð frá þessum greiðslum bara vegna þess að við erum Reykjavík. Við getum ekki séð neina aðra skýringu á því. Svo finnst mér líka mikilvægt að segja það upphátt að við sem fulltrúar borgarinnar verðum líka að rækja skyldur borgarinnar og mér fyndist það vera „malpractice“ ef við færum ekki og tryggðum borginni sanngjarna meðferð fyrir dómstólum.“ Málið sé komið í allt of pólitískan farveg. „Mér finnst málið vera komið í óþarflega miklar pólitískar skotgrafir. Það þarf alls ekki að vera það. Ég myndi bara segja að fyrst við erum komin hingað og viðræður hafa ekki gengið hingað til þá eigum við bara að hætta pólitíkinni í þessu og fara lagalegu leiðina. Við erum þar núna. Ég held það sé algjör óþarfi fyrir sveitarfélög um allt land að hafa áhyggjur af þessu. Ég held að hvert einasta sveitarfélag, ef það væri í sömu stöðu, myndi sannarlega fara sömu leið og við. Þetta er sanngirnismál og fyrst og síðast þarf það að fara lagalega leið,“ sagði Þórdís Lóa.
Reykjavík Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31 Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. 20. nóvember 2020 08:31
Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. 18. nóvember 2020 23:39