Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. desember 2020 15:57 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ætlar í bólusetningu við Covid-19, þegar röðin kemur að honum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum. „Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira