Hlutdeildarlán: Sótt um að byggja 2.333 íbúðir, búið að samþykkja 468 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 11:23 Vinna í kerfinu vegna hlutdeildarlána er komin á fullt. Vísir/Vilhelm Alls hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að byggja hagkvæmar íbúðir sem fjármagna má með hlutdeildarláni. Alls hyggjast þessir aðilar byggja 2.333 íbúðir, en þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að samþykkja 468 íbúðir sem uppfulla skilyrði hlutdeildarlánanna. Fjöldi íbúða sem sótt hefur verið um að byggja í tengslum við hlutdeildarlánin, flokkað eftir landshlutum. Lánin eru hluti af stuðningi stjórnvalda vegna lífskjarasamninga og er þeim ætlað að auðvelda ungum og tekjulágum að kaupa sína fyrstu eign. Lánið getur numið um fimmtungi af kaupverði og ekki þarf að greiða af því í allt að tuttugu ár. Lánið þarf hins vegar að greiða upp þegar íbúð er seld. Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir að af þeim 2.333 hagkvæmu íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni, flestar á Suðurnesjum og Suðurlandi. Fjöldi þeirra íbúa sem búið er að samþykkja, flokkað eftir sveitarfélögum. Nú þegar sé búið að gefa út samþykki fyrir 468 íbúðum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána, af þeim eru 200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 268 á landsbyggðinni, flestar í Reykjanesbæ og Akureyri. Í tilkynningunni segir að hlutdeildarlánin muni að mati HMS stuðla að auknu framboði íbúða sem henti tekjulægri hópum, ýta undir að sveitarfélög bjóði ódýrari lóðir og hvetja til nýsköpunar í byggingaraðferðum. Mikil eftirspurn sé eftir minni íbúðum en byggingaraðilar hafi hingað til séð sér meiri hag í byggingu stærri dýrari íbúða eða minni lúxusíbúða. Tilkoma hlutdeildarlánanna muni því verða þeim hvatning til að byggja meira fyrir þann hóp sem á rétt á nýju lánunum. HMS gerir ráð fyrir að veita lán til kaupa á um 500 íbúðum á næstu 12 mánuðum, en lánunum verður úthlutað sex sinnum á ári. Umsóknarfrestur fyrir síðustu úthlutun ársins 2020 rennur út þann 13. desember næstkomandi. Húsnæðismál Tengdar fréttir Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár. 14. nóvember 2020 19:01 Hátt í eitt hundrað umsóknir um hlutdeildarlán á einni viku Áttatíu og níu umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á rúmri viku, eða frá því að opnað var fyrir umsóknir hinn 1. nóvember. 9. nóvember 2020 13:00 Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. 29. október 2020 20:01 Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. 28. október 2020 21:02 Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. 27. október 2020 16:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Alls hyggjast þessir aðilar byggja 2.333 íbúðir, en þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að samþykkja 468 íbúðir sem uppfulla skilyrði hlutdeildarlánanna. Fjöldi íbúða sem sótt hefur verið um að byggja í tengslum við hlutdeildarlánin, flokkað eftir landshlutum. Lánin eru hluti af stuðningi stjórnvalda vegna lífskjarasamninga og er þeim ætlað að auðvelda ungum og tekjulágum að kaupa sína fyrstu eign. Lánið getur numið um fimmtungi af kaupverði og ekki þarf að greiða af því í allt að tuttugu ár. Lánið þarf hins vegar að greiða upp þegar íbúð er seld. Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir að af þeim 2.333 hagkvæmu íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni, flestar á Suðurnesjum og Suðurlandi. Fjöldi þeirra íbúa sem búið er að samþykkja, flokkað eftir sveitarfélögum. Nú þegar sé búið að gefa út samþykki fyrir 468 íbúðum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána, af þeim eru 200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 268 á landsbyggðinni, flestar í Reykjanesbæ og Akureyri. Í tilkynningunni segir að hlutdeildarlánin muni að mati HMS stuðla að auknu framboði íbúða sem henti tekjulægri hópum, ýta undir að sveitarfélög bjóði ódýrari lóðir og hvetja til nýsköpunar í byggingaraðferðum. Mikil eftirspurn sé eftir minni íbúðum en byggingaraðilar hafi hingað til séð sér meiri hag í byggingu stærri dýrari íbúða eða minni lúxusíbúða. Tilkoma hlutdeildarlánanna muni því verða þeim hvatning til að byggja meira fyrir þann hóp sem á rétt á nýju lánunum. HMS gerir ráð fyrir að veita lán til kaupa á um 500 íbúðum á næstu 12 mánuðum, en lánunum verður úthlutað sex sinnum á ári. Umsóknarfrestur fyrir síðustu úthlutun ársins 2020 rennur út þann 13. desember næstkomandi.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár. 14. nóvember 2020 19:01 Hátt í eitt hundrað umsóknir um hlutdeildarlán á einni viku Áttatíu og níu umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á rúmri viku, eða frá því að opnað var fyrir umsóknir hinn 1. nóvember. 9. nóvember 2020 13:00 Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. 29. október 2020 20:01 Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. 28. október 2020 21:02 Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. 27. október 2020 16:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár. 14. nóvember 2020 19:01
Hátt í eitt hundrað umsóknir um hlutdeildarlán á einni viku Áttatíu og níu umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á rúmri viku, eða frá því að opnað var fyrir umsóknir hinn 1. nóvember. 9. nóvember 2020 13:00
Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. 29. október 2020 20:01
Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. 28. október 2020 21:02
Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið. 27. október 2020 16:13