72 tilkynningar í október þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 13:21 Heiða Björg Pálmadóttir er forstjóri Barnaverndarstofu. Hátt í fimmtán hundruð tilkynningar bárust Barnaverndaverndarstofu í október. Forstjórinn segir tölurnar áhyggjuefni en ekki óvæntar. Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða. Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða.
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01
Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31