Lífið

Konur eru konum bestar söfnuðu 6,8 milljónum fyrir Bjarkarhlíð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsvarskonur söfnunarinnar afhentu forsvarskonum Bjarkarhlíðar það sem safnaðist.
Forsvarskonur söfnunarinnar afhentu forsvarskonum Bjarkarhlíðar það sem safnaðist. Aldís Pálsdóttir

Alls söfnuðust 6,8 milljónir í söfnunarátakinu Konur eru konum bestar fyrir Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Frá árinu 2017 hefur hópur kvenna undir merkjum Konur eru konum bestar selt boli fyrir góðan málstað og í ár söfnuðu þær fyrir Bjarkarhlíð.

Verkefnið er samstarfsverkefni Aldísar Pálsdóttur, Andreu Magnúsdóttur, Nönnu Kristínar Tryggvadóttur og Elísabetar Gunnarsdóttur. Elísabet lýsti verkefnu í samtali við Vísi fyrr í vetur.

Í færslu á vef Trendnet vekur Elísabet einnig athygli á því að viðtökurnar hafi verið það góðar þetta árið að söfnunarféð hafi nær tvöfaldast á milli ára, en á síðasta ári söfnuðu þær 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.


Tengdar fréttir

„Konur eru konum bestar“ færðu Krafti 3,7 milljónir

Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir færðu Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts ágóðann af sölu bolanna Konur eru konum bestar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×