Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 20:08 Starfsandinn hefur eflst og þjappað hópnum eftir að hreyfiáskorunin var sett á í nóvember enda tilvalið að njóta útiveru á meðan það er lítið að gera á hótelinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis. Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira