Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2020 18:32 Elísabet Guðmundsdóttir er ekki í tveggja vikna sóttkví þrátt fyrir að hafa ekki farið í skimun. Hún segist ekki taka þátt í þessari vitleysu. Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. Hún segir alrangt að hún hafi verið handtekin á Keflavíkurflugvelli í gær, eins og haldið hafi verið fram í einhverjum fjölmiðlum, en gerir miklar athugasemdir við fyrirkomulagið á landamærunum. Reikna má með því að ákvörðun Elísabetar að fara ekki í sóttkví verði að lögreglumáli. Segir að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ segir Elísabet. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar Farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Koma Elísabetar til landsins í gærkvöldi vakti nokkra athygli. Hún birti myndbönd á Facebook-síðu sinni sem sýndu hana í töluverðu uppnámi. Fólk velti fyrir sér hvað væri í gangi en greinilegt var að það tengdist komu hennar til landsins og aðgerðum á landamærum. Vill ekki fara í skimun Hún segir lögreglumenn hafa ætlað að þvinga hana til þess að fara í skimun sem hún hafi endurtekið neitað. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Langstærstur hluti þeirra sem koma til landsins kjósa að fara í skimun við komuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að fólk verði skikkað í skimun við komuna til landsins. Áhættan fælist í því fólki sem kysi fjórtán daga sóttkví en virti hana svo ekki. Ráðherra hefur sagt það erfitt í framkvæmd en þess í stað eru skimanir nú gjaldfrjálsar á landamærum. Mótmælt aðgerðum yfirvalda Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Hún segist þar hafa fylgst með einelti í garð kollega á spítalanum sem hafi verið af erlendu bergi brotin. Þá hafi hún sömuleiðis viðrað gagnrýni sína á sóttvarnayfirvöld á Útvarpi Sögu. Í framhaldinu hafi henni verið sagt upp störfum. Án fyrirvara og án ástæðu. Elísabet hefur gagnrýnt að nemendur í framhaldsskóla fái ekki að mæta í skóla, safnað undirskriftum í þeim tilgangi, og sömuleiðis að heilbrigðisyfirvöld ræði ekki leiðir til að styrkja ónæmiskerfið meðal annars með aukinni notkun D-vítamíns. Segir Dani hafa hlustað af ákafa Elísabet var að koma heim frá Kaupmannahöfn þangað sem henni hafi verið boðið til að flytja erindi á málþingi. Þar hafi læknar og lögmenn setið í panel. Hún hafi sagt fólki frá aðgerðum á Íslandi og því hafi verið brugðið. Aðallega hvernig aðgerðir hafi bitnað á börnum. Nefnir hún sérstaklega að fólki hafi blöskrað að allt niður í níu ára börn hafi verið látin bera grímur í skólum og að framhaldsskólanemar hafi í lengri tíma ekki getað mætt í skólann. Málþingið má sjá að neðan en erindi Elísabetar er eftir eina klukkustund og 26 mínútur. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Þá nefnir hún reynslusögu vinkonu sinnar sem sé af erlendu bergi brotin en búi hér á landi. Hún hafi komið heim til Íslands með börn sín tvö í haust og ekki viljað fara í skimun. Eigimaður hennar hafi verið kominn að sækja hana. Henni hafi verið tjáð að hún mætti ekki aka með þeim í bílnum frá Keflavíkurflugvelli þar sem hún væri á leið í fjórtán daga sóttkví. Börnin fengju að fara með pabba sínum en hún yrði að setja á sig grímu og taka flugrútuna. „Þetta meikar engan sens,“ segir Elísabet. Mótmæli ásamt fleirum Hún var mætt ásamt 30-40 öðrum á Austurvöll í dag til að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. Hann vissi ekki til þess að gripið hefði verið til aðgerða vegna mótmælanna. „En ég reikna með því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að gefa þessu auga. Þá aðallega út frá sóttvarnarvinklinum,“ segir Rögnvaldur. Vísar hann til þess að ekki fleiri en tíu mega koma saman samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem er í gildi. Rögnvaldur sagðist í samtali við RÚV í dag ekki þekkja til máls Elísabetar. Neiti fólk að fara í sýnatöku og virði ekki fjórtán daga sóttkví þá fari slík mál á borð lögreglu. Fylgst með öllum hópamyndunum „Lögregla fylgist með öllum hópamyndunum. Alveg sama hvert tilefnið er. Við miðum við tíu manns eins og staðan er í dag. Allt sem er umfram það þarf að skoða,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir mótmælin í dag ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki í anda þess sem við erum að reyna að gera. Við erum að reyna að keyra þetta niður og væri sorglegt ef við misstum þetta frá okkur.“ Hópurinn sem skipulagði mótmælin ber nafnið covidspyrnan og á heimasíðu hópsins segir að hann sé til varnar borgaralegum réttindum á óvissutímum. „Við köllum þetta meðmæli með mannréttindum, ekki mótmæli. Við erum að mæla með að fólk fái meira val,“ segir Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sem var viðstödd mótmælunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og væntanlegum bólusetningum Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. 5. desember 2020 16:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Hún segir alrangt að hún hafi verið handtekin á Keflavíkurflugvelli í gær, eins og haldið hafi verið fram í einhverjum fjölmiðlum, en gerir miklar athugasemdir við fyrirkomulagið á landamærunum. Reikna má með því að ákvörðun Elísabetar að fara ekki í sóttkví verði að lögreglumáli. Segir að endurtekið hafi átt að þvinga hana í skimun „Ég er bara að koma inn í landið. Það er enginn lagalegur grundvöllur til að þvinga fólk eitt né neitt. Ég er ekki í sóttkví og ég er ekki búin að fara í skimun,“ segir Elísabet. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Reglur á landamærum af vefnum Covid.is er nokkuð skýrar Farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu. Koma Elísabetar til landsins í gærkvöldi vakti nokkra athygli. Hún birti myndbönd á Facebook-síðu sinni sem sýndu hana í töluverðu uppnámi. Fólk velti fyrir sér hvað væri í gangi en greinilegt var að það tengdist komu hennar til landsins og aðgerðum á landamærum. Vill ekki fara í skimun Hún segir lögreglumenn hafa ætlað að þvinga hana til þess að fara í skimun sem hún hafi endurtekið neitað. Þá hafi hún verið látin dúsa á bekk í klukkustund án þess að nokkuð væri að gera hjá tollvörðum og lögreglu. Það hafi ekki verið fyrr en hún hafi hótað að ræða við lögfræðinga sína sem lögreglan á flugvellinum hafi hleypt henni í gegn. Hún lýsir komu sinni til landsins sem hryllingi. Langstærstur hluti þeirra sem koma til landsins kjósa að fara í skimun við komuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að fólk verði skikkað í skimun við komuna til landsins. Áhættan fælist í því fólki sem kysi fjórtán daga sóttkví en virti hana svo ekki. Ráðherra hefur sagt það erfitt í framkvæmd en þess í stað eru skimanir nú gjaldfrjálsar á landamærum. Mótmælt aðgerðum yfirvalda Elísabet hefur vakið nokkra athygli undanfarnar vikur fyrir háværar athugasemdir við aðgerðir stjórnvalda. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð fyrir þremur árum, starfði hjá Íslenskri erfðagreiningu og tók svo við starfi klínísks skurðlæknis á brjóstamiðstöð Landspítalans. Hún segist þar hafa fylgst með einelti í garð kollega á spítalanum sem hafi verið af erlendu bergi brotin. Þá hafi hún sömuleiðis viðrað gagnrýni sína á sóttvarnayfirvöld á Útvarpi Sögu. Í framhaldinu hafi henni verið sagt upp störfum. Án fyrirvara og án ástæðu. Elísabet hefur gagnrýnt að nemendur í framhaldsskóla fái ekki að mæta í skóla, safnað undirskriftum í þeim tilgangi, og sömuleiðis að heilbrigðisyfirvöld ræði ekki leiðir til að styrkja ónæmiskerfið meðal annars með aukinni notkun D-vítamíns. Segir Dani hafa hlustað af ákafa Elísabet var að koma heim frá Kaupmannahöfn þangað sem henni hafi verið boðið til að flytja erindi á málþingi. Þar hafi læknar og lögmenn setið í panel. Hún hafi sagt fólki frá aðgerðum á Íslandi og því hafi verið brugðið. Aðallega hvernig aðgerðir hafi bitnað á börnum. Nefnir hún sérstaklega að fólki hafi blöskrað að allt niður í níu ára börn hafi verið látin bera grímur í skólum og að framhaldsskólanemar hafi í lengri tíma ekki getað mætt í skólann. Málþingið má sjá að neðan en erindi Elísabetar er eftir eina klukkustund og 26 mínútur. Í samtali við Vísi gagnrýnir hún aðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Við komuna til Kaupmannahafnar hafi hún bara gengið inn í landið en hér hafi hún getað valið um tvær raðir; Skimunarröðina eða hina röðina þar sem lögreglumenn og tollarar bíði áberandi að hennar sögn. Þá nefnir hún reynslusögu vinkonu sinnar sem sé af erlendu bergi brotin en búi hér á landi. Hún hafi komið heim til Íslands með börn sín tvö í haust og ekki viljað fara í skimun. Eigimaður hennar hafi verið kominn að sækja hana. Henni hafi verið tjáð að hún mætti ekki aka með þeim í bílnum frá Keflavíkurflugvelli þar sem hún væri á leið í fjórtán daga sóttkví. Börnin fengju að fara með pabba sínum en hún yrði að setja á sig grímu og taka flugrútuna. „Þetta meikar engan sens,“ segir Elísabet. Mótmæli ásamt fleirum Hún var mætt ásamt 30-40 öðrum á Austurvöll í dag til að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. Hann vissi ekki til þess að gripið hefði verið til aðgerða vegna mótmælanna. „En ég reikna með því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að gefa þessu auga. Þá aðallega út frá sóttvarnarvinklinum,“ segir Rögnvaldur. Vísar hann til þess að ekki fleiri en tíu mega koma saman samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem er í gildi. Rögnvaldur sagðist í samtali við RÚV í dag ekki þekkja til máls Elísabetar. Neiti fólk að fara í sýnatöku og virði ekki fjórtán daga sóttkví þá fari slík mál á borð lögreglu. Fylgst með öllum hópamyndunum „Lögregla fylgist með öllum hópamyndunum. Alveg sama hvert tilefnið er. Við miðum við tíu manns eins og staðan er í dag. Allt sem er umfram það þarf að skoða,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir mótmælin í dag ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki í anda þess sem við erum að reyna að gera. Við erum að reyna að keyra þetta niður og væri sorglegt ef við misstum þetta frá okkur.“ Hópurinn sem skipulagði mótmælin ber nafnið covidspyrnan og á heimasíðu hópsins segir að hann sé til varnar borgaralegum réttindum á óvissutímum. „Við köllum þetta meðmæli með mannréttindum, ekki mótmæli. Við erum að mæla með að fólk fái meira val,“ segir Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sem var viðstödd mótmælunum.
Farþegar sem koma til Íslands geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku og sóttkví og sama gildir um þá sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest með PCR-prófi að hafi áður fengið COVID-19 sýkingu og lokið einangrun, eða ef COVID-19 sýking hefur verið staðfest með mótefnamælingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og væntanlegum bólusetningum Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. 5. desember 2020 16:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og væntanlegum bólusetningum Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. 5. desember 2020 16:00