Hinn almenni borgari geti ekki keppt við yfirburði ríkisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2020 19:20 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um gjafsókn við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Allir eigi að hafa jafnan aðgang að dómstólum, óháð stöðu. Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“ Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða, en málið er tilkomið í kjölfar stefnu manns sem hafði hlotið dóm vegna umferðalagabrots. Hann stóð straum af öllum kostnaði sjálfur en fékk að lokum dæmdan málskostnað upp á 20 þúsund evrur, eða um þrjár milljónir króna, sem Berglind segir aðeins dropa í hafið. „Þetta er stofnun [íslenska ríkið] með fullt af lögmönnum innanborðs. Þeir nutu aðstoðar erlendra sérfræðinga og innlendra sérfræðinga, með tilheyrandi kostnaði. Þá fengu þeir til að mynda átta milljón króna viðbótarfjárveitingu úr ríkissjóði til þess að standa straum af rekstri þess máls fyrir yfirdeildinni,“ segir hún. „Og svo á hinn bóginn þá er einstaklingur úti í bæ sem telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar. Hann leggur af stað í vegferð án nokkurs bakhjarls, án þess að fá gjafsókn frá gagnaðila sínum, íslenska ríkinu, og í rauninni bara með lögmanninn sér við hlið,“ bætir Berglind við og segir að vekja þurfi athygli á þessum aðstöðumun aðila. „Það er liður í réttarríkinu að borgarar hafi aðgang að dómstólum og geti leitað til dómstóla til þess að fá úrlausn sinna mála. Og sá réttur hann þarf að vera ekki bara í orði heldur líka á borði,“ segir Berglind. „Það er eitthvað sem mér finnst að ætti að skoða, að gera einstaklingum kleift að reka mál úti í Evrópu, fyrir Mannréttindadómstólnum og geta sótt um opinbera réttaraðstoð í því skyni.“
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent