Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, segir að samherji sinn hjá Liverpool, Diego Jota, hafi verið betri en Wijnaldum hafi haldið að hann væri.
Liverpool og Wolves mætast í dag en Jota kom einmitt frá Wolves. Hann mætir þar af leiðandi sínum gömlu felögum en Liverpool keypti hann í sumar fyrir 41 milljónir punda.
„Ég held að hann verði mjög glaður að spila gegn sínu gamla félagi. Ég er alltaf glaður að spila á móti Newcastle því það er hitt liðið mitt í ensku úrvalseildinni,“ sagði Hollendingurinn við heimasíðu Liverpool.
„Ég held að þetta sé öðruvísi fyrir hann því hann spilaði fleiri tímabil með Wolves en ég gerði fyrir Newcastle. Ég held að þetta sé stærra fyrir hann en með mig og Newcastle. Þetta verður mjög stór leikur fyrir hann og hann getur vonandi notið þess.“
Jota hefur byrjað mjög vel fyrir Liverpool en hann skorað níu mörk í fyrstu fimmtán leikjunum í öllum keppnum og er nú þegar orðinn mikilvægur hlekkur í Liverpool liðinu.
„Ég er mjög hrifinn af honum. Ég vissi hversu góður hann var en núna get ég séð að hann er jafnvel betri en ég hélt að hann væri. Við æfum með honum og spilum leiki með honum svo við getum gæðin hans. Ég held að hann hafi sýnt það.“
Georginio Wijnaldum admits Diogo Jota has been 'even better than we thought' https://t.co/Djt69qIJ9U
— MailOnline Sport (@MailSport) December 6, 2020