Í þágu okkar allra Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. desember 2020 19:01 Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun