„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 19:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með stöðu mála. Fróðlegt verður að sjá hvað sóttvarnalæknir leggur til varðandi aðgerðir frá og með 10. desember. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent