Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 22:42 Mótmælandi í Bangkok í Taílandi þar sem yfirvöld lokuðu fyrir aðgang fólks að klámsíðunni í byrjun nóvember. Fjölmargir brugðust ókvæða við aðgerðum stjórnvalda og mótmæltu á götum úti. Getty Images/Yuttachai Kongprasert Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Reuters greinir frá. Fram kom í umfjöllun blaðamannsins Nicholas Kristof í The New York Times að á síðunni mætti finna upptökur af árásum á meðvitundarlausar konur og stelpur. „Vandamálið er ekki klám heldur nauðganir. Við hljótum öll að geta verið sammála um að kynferðisleg misnotkun á börnum eða hverjum sem er sé ekki í lagi,“ sagði í pistli Kristof. Pornhub hefur neitað ásökununum. „Allar ásakanir þess efnis að við leyfum barnaníðsefni er óábyrgar og ósannar,“ sagði í yfirlýsingu Pornhub til Reuters. Pornhub svipar að mörgu leyti til YouTube að því leyti að þar getur fólk hlaðið upp efni. Talið er að heimsóknir á síðuna nemi 3,5 milljörðum í hverjum mánuði sem er meira en Netflix og Amazon geta státað af. Pornhub hefur tekjur af auglýsingabirtingum sem nema þremur milljörðum birtinga daglega. Pornhub hefur komist á lista yfir tíu mest sóttu vefsíður í heiminum. Kristof segist hafa rætt við móður fimmtán ára stúlku sem leitað var að í Flórída. Móðir hennar fann hana á Pornhub í 58 myndböndum. Þá segir hann að kynferðisleg misnotkun á fjórtán ára stúlku í Kaliforníu hafi verið birt á Pornhub og málið ratað á borð lögreglu. Bekkjarbróðir stúlkunnar sá myndböndin og tilkynnti. Í báðum tilfellum voru aðilar sem tengdust málinu handteknir en Pornhub slapp með skrekkinn þótt myndböndunum hefði verið dreift á síðunni og fyrirtækið haft tekjur af þeim. Pornhub er ólíkt YouTube að því leyti að hægt er að hlaða niður myndböndum. Þannig geta myndbönd verið komin í mikla dreifingu og í hendur fjölda fólks áður en Pornhub hefur brugðist við og fjarlægt efnið. Mastercard segist ætla að bregðast við um leið og stöðva viðskipti Pornhub ef fótur reynist fyrir ásökunum sem birtust í New York Times. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Reuters greinir frá. Fram kom í umfjöllun blaðamannsins Nicholas Kristof í The New York Times að á síðunni mætti finna upptökur af árásum á meðvitundarlausar konur og stelpur. „Vandamálið er ekki klám heldur nauðganir. Við hljótum öll að geta verið sammála um að kynferðisleg misnotkun á börnum eða hverjum sem er sé ekki í lagi,“ sagði í pistli Kristof. Pornhub hefur neitað ásökununum. „Allar ásakanir þess efnis að við leyfum barnaníðsefni er óábyrgar og ósannar,“ sagði í yfirlýsingu Pornhub til Reuters. Pornhub svipar að mörgu leyti til YouTube að því leyti að þar getur fólk hlaðið upp efni. Talið er að heimsóknir á síðuna nemi 3,5 milljörðum í hverjum mánuði sem er meira en Netflix og Amazon geta státað af. Pornhub hefur tekjur af auglýsingabirtingum sem nema þremur milljörðum birtinga daglega. Pornhub hefur komist á lista yfir tíu mest sóttu vefsíður í heiminum. Kristof segist hafa rætt við móður fimmtán ára stúlku sem leitað var að í Flórída. Móðir hennar fann hana á Pornhub í 58 myndböndum. Þá segir hann að kynferðisleg misnotkun á fjórtán ára stúlku í Kaliforníu hafi verið birt á Pornhub og málið ratað á borð lögreglu. Bekkjarbróðir stúlkunnar sá myndböndin og tilkynnti. Í báðum tilfellum voru aðilar sem tengdust málinu handteknir en Pornhub slapp með skrekkinn þótt myndböndunum hefði verið dreift á síðunni og fyrirtækið haft tekjur af þeim. Pornhub er ólíkt YouTube að því leyti að hægt er að hlaða niður myndböndum. Þannig geta myndbönd verið komin í mikla dreifingu og í hendur fjölda fólks áður en Pornhub hefur brugðist við og fjarlægt efnið. Mastercard segist ætla að bregðast við um leið og stöðva viðskipti Pornhub ef fótur reynist fyrir ásökunum sem birtust í New York Times.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira