Með svarta beltið en gat lítið gert þegar hann fékk Fjallið ofan á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig niður fyrir boxbardagann á næsta ári. Instagram/@thorbjornsson Josh Palmer er með svarta beltið í jiu-jitsu glímuíþróttinni en hann átti fá svör þegar hann fékk tækifæri til að glíma við Hafþór Júlíus Björnsson á dögunum. Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube
Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira