Í hlaðvarpinu verður kafað ofan í fréttamál dagsins í íþróttaheiminum, í líkingu við það sem gert var í sjónvarpsþættinum Sportið í dag í vor.
Hlaðvarpið verður aðgengilegt á Vísi og í nýju útvarpsappi.

Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Hér fyrir neðan má hlusta á fyrsta þátt hlaðvarpsins. Þar er m.a. farið yfir mál Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta, og æfingabannið á Íslandi.