Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. desember 2020 19:30 Covid-sýnataka hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan mun einnig halda utan um bólusetningar við veirunni þegar þar að kemur. Vísir/vilhelm Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25
Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43
Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42