Noregur og Rússland komin áfram með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2020 21:21 Kristín Þorleifsdóttir átti góðan leik fyrir Svíþjóð þó liðið hafi tapað gegn Rússlandi. Jan Christensen/Getty Images Noregur og Rússland flugu upp úr riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handbolta með öruggum sigrum í síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni í kvöld. Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld. Rússland vann Svíþjóð 30-26 og Noregur rúllaði yfir Rúmeníu, 28-20. Þórir Hergeirsson og læristúlkur hans í Noregi hafa svo sannarlega byrjað mótið af krafti. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Rúmeníu – þar sem staðan var jöfn 13-13 – var einfaldlega sett í fluggírinn í síðari hálfleik. Varnarleikurinn upp á tíu og Rúmenía komst hvorki lönd né ströng. Norska liðið vann síðari hálfleikinn með átta marka mun og sömuleiðis leikinn, lokatölur 28-20. Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs með sex mörk, þar á eftir komu Kari Dale og Stine Oftedal með fimm mörk hvor. Hjá Rúmeníu var Lorena Ostase markahæst með sex mörk. Noregur því á toppi D-riðils með fullt hús stiga þegar riðlakeppninni er lokið. Rússland vann góðan fjögurra marka sigur á Svíþjóð. Rússland var með yfirhöndina allan tímann og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Síðari hálfleikurinn speglaði þann fyrri fullkomlega en Rússar unnu hann einnig 15-13 og leikinn þar með 30-26. Daria Dmitrieva var markahæst í liði Rússa með sex mörk. Iuliia Managarova, Antonia Skorobogatchenko og Kristina Kozhokar komu þar á eftir með fjögur mörk hver. Hin íslenska Kristin Þorleifsdóttir var markahæst í liði Svía með sex mörk. Hún hefur allt sitt líf búið á Spáni og var óvænt kölluð upp í landsliðið á síðasta ári. Á sínum tíma kom til greina að spila fyrir íslenska landsliðið en hún valdi Svíþjóð á endanum þar sem hún hefur alist upp allt sitt líf. Rússar enda því með fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils á meðan Svíar eru í 2. sæti með þrjú stig. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Rússland vann Svíþjóð 30-26 og Noregur rúllaði yfir Rúmeníu, 28-20. Þórir Hergeirsson og læristúlkur hans í Noregi hafa svo sannarlega byrjað mótið af krafti. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Rúmeníu – þar sem staðan var jöfn 13-13 – var einfaldlega sett í fluggírinn í síðari hálfleik. Varnarleikurinn upp á tíu og Rúmenía komst hvorki lönd né ströng. Norska liðið vann síðari hálfleikinn með átta marka mun og sömuleiðis leikinn, lokatölur 28-20. Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs með sex mörk, þar á eftir komu Kari Dale og Stine Oftedal með fimm mörk hvor. Hjá Rúmeníu var Lorena Ostase markahæst með sex mörk. Noregur því á toppi D-riðils með fullt hús stiga þegar riðlakeppninni er lokið. Rússland vann góðan fjögurra marka sigur á Svíþjóð. Rússland var með yfirhöndina allan tímann og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Síðari hálfleikurinn speglaði þann fyrri fullkomlega en Rússar unnu hann einnig 15-13 og leikinn þar með 30-26. Daria Dmitrieva var markahæst í liði Rússa með sex mörk. Iuliia Managarova, Antonia Skorobogatchenko og Kristina Kozhokar komu þar á eftir með fjögur mörk hver. Hin íslenska Kristin Þorleifsdóttir var markahæst í liði Svía með sex mörk. Hún hefur allt sitt líf búið á Spáni og var óvænt kölluð upp í landsliðið á síðasta ári. Á sínum tíma kom til greina að spila fyrir íslenska landsliðið en hún valdi Svíþjóð á endanum þar sem hún hefur alist upp allt sitt líf. Rússar enda því með fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils á meðan Svíar eru í 2. sæti með þrjú stig.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira