Líf eða dauði hjá Man. United í orkudrykkjalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 12:01 Það er pressa á Norðmanninum í kvöld. Matthew Peters/Getty Manchester United þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Leipzig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Sjá meira
Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Sjá meira