Líf eða dauði hjá Man. United í orkudrykkjalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 12:01 Það er pressa á Norðmanninum í kvöld. Matthew Peters/Getty Manchester United þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Leipzig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira