Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:32 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir féllust saman á nokkrar breytingar í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýju sóttvarnareglunum sem taka gildi á fimmtudag. Verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verður sundlaugum heimilt að opna. Þá verða sundlaugar opnaðar með 50 prósent leyfilegs hámarksfjölda og sviðslistir heimilaðar á ný með takmörkunum. Innt eftir því hvort hún hefði alveg fylgt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði í gær, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hún hefði að mestu farið eftir tillögunum. „Ég gerði nokkrar breytingar en í samráði við hann. Til dæmis þetta sem lýtur að veitingastöðunum, að heimila 50 í útförum, þessi blöndun í leikskólunum. En þetta gerðum við í sameiningu og þetta var gert í samráði við hann í gærkvöldi og ég geri sérstaklega grein fyrir því í minnisblaði til ríkisstjórnar,“ sagði Svandís eftir kynningu á nýju aðgerðunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þá sagði hún að einhugur hefði verið um aðgerðirnar í ríkisstjórn. Getur brugðið til beggja vona Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis sem birt er í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins að ljóst sé að sæmileg tök hafi náðst á faraldrinum á þessari stundu. Staðan núna sé þó viðkvæm þar sem brugðið geti til beggja vona. Þá bendir sóttvarnalæknir á að smitstuðull sé nú um 1,5, samkvæmt útreikningum vísindamanna Háskóla Íslands. „Þetta styður þá skoðun að staðan á þessari stundu er viðkvæm og lítið þarf til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Spálíkan vísindamannanna bendir til að með áframhaldandi aðgerðum þá muni tilfellum fækka hægt og bítandi en þó er nokkur óvissa í spánni,“ segir sóttvarnalæknir. „Ég tel að þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gangi hafi skilað góðum árangri sem auðveldlega gæti tapast verði slakað of mikið á yfir jólahátíðina.“ Tillögur Þórólfs í minnisblaðinu virðast að nær öllu leyti þær sömu og fram koma í reglugerð heilbrigðisráðherra. Þórólfur leggur til að reglugerðin gildi „fram yfir áramót“. Það mun hún gera – nánar tiltekið til 12. janúar. Þá fellst ráðherra á tillögur Þórólfs um íþróttastarf, fjöldatakmörk í verslunum og sviðslistum, opnun sund- og baðstaða og almennar fjöldatakmarkanir. Ekkert er þó minnst á atriðin þrjú sem ráðherra nefndi í minnisblaðinu, þ.e. veitingastaði, blöndun á leikskólum og jarðarfarir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50