Hér fyrir neðan má finna uppskriftina fyrir eftirréttinn.
Créme Brulée að hætti Evu Laufeyjar
Fyrir 6 – 8
- 500 ml rjómi
- 1 vanillustöng
- 1 tsk vanillusykur
- 6 eggjarauður
- 2 dl söltuð karamellusósa
- 100 g sykur + meiri sykur í lokin ca. 1 tsk ofan á hvert form
Aðferð:
- Hitið ofninn í 150°C (blástur)
- Skerið vanillustöng í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni.
- Setjið öll hráefni saman í skál og hrærið vel saman.
- Skiptið blöndunni niður í lítil form, þessi uppskrift dugir í sex til átta form eða eitt stórt form.
- Setjið formin í eldfast mót og hálffyllið formið með heitu vatni. Vatnið á að ná upp að miðju litlu Créme Brulée formanna, með því að fylla eldfasta móti með heitu vatni tryggir það jafnari bakstur á eftirréttinum.
- Bakið við 150°C í 50 – 55 mínútur.
- Kælið eftirréttinn MJÖG vel áður en þið ætlið að bera hann fram, best er að gera hann deginum áður og kæla hann í ísskáp á meðan.
- Stráið smávegis af sykri yfir hvert mót og bræðið, þið getið notað sérstakt eldhúslogsuðutæki eða einfaldlega með því að setja undir grillið í ofninum (fylgist mjög vel með, það tekur nefnilega enga stund fyrir sykurinn að bráðna).