Heilbrigðisráðherra vongóður um útbreidda bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 21:40 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vongóð um að þátttaka almennings í bólusetningu við Covid-19 verði góð. Íslendingar hafi alla jafnan verið jákvæðir gagnvart bólusetningum og það skipti miklu máli fyrir samfélagið allt að fólk taki þátt. „Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24
Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07
92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33