Fleiri sækja um mataraðstoð fyrir jólin í ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:53 Herkastali Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Vísir/Sigurjón Hjálpræðishernum í Reykjavík hafa borist um 600 umsóknir um mataraðstoð fyrir jólin og er það gríðarleg aukning frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Á síðasta ári voru umsóknir í kring um 200 talsins. „Um 470 einstaklingar og pör fá aðstoð frá Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir jólin, samanborið við 170 í desember í fyrra. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar einstaklinga og barnlaus pör á höfuðborgarsvæðinu en fjölskyldur geta sótt um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að aðstoðin sé í formi gjafakorta í Krónuverslunum. Þá segir í tilkynningunni að það gefi auga leið að aukinn fjöldi umsókna kalli á aukin útgjöld af hálfu Hjálpræðishersins. Haft er eftir Hjördísi Kristinsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, að mörg fyrirtæki og samtök hafi styrkt starfið um hærri upphæð í ár en síðustu ár, til þess að mæta aukinni þörf í samfélaginu. Breytingar á starfinu Á næstu mánuðum muni velferðarstarf Hjálpræðishersins í Reykjavík breytast og minna verður um inneignarkort í matvöruverslanir. „Við munum einbeita okkur að því að bjóða upp á heitan mat fimm sinnum í viku. Það eru aðallega einstaklingar sem leita til okkar en ekki fjölskyldur, svo það munar jafnvel enn meira um slíkan stuðning,“ er haft eftir Hjördísi. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Vísir/Sigurjón Skráning í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadag er þá enn opin, en endanlegt fyrirkomulag hans liggur ekki fyrir, en fram kemur að útfærsla verði í samræmi við sóttvarnareglur. Minni aukning á Akureyri Þá kemur fram í annarri tilkynningu á vef Hjálpræðishersins að umsóknum um aðstoð yfir jólin hafi fjölgað um 30% á Akureyri og nágrenni. „Eins og við mátti búast voru umsóknir um jólaaðstoð árið 2020 nokkuð fleiri en árin á undan. Umsóknir bárust frá um 400 heimilum á svæðinu, samanborið við 309 árið 2019. Þó hefur vel gengið að fjármagna aðstoðina, enda styðja fyrirtæki og samtök á svæðinu myndarlega við sjóðinn.“ Hjálparstarf Reykjavík Akureyri Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Um 470 einstaklingar og pör fá aðstoð frá Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir jólin, samanborið við 170 í desember í fyrra. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar einstaklinga og barnlaus pör á höfuðborgarsvæðinu en fjölskyldur geta sótt um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að aðstoðin sé í formi gjafakorta í Krónuverslunum. Þá segir í tilkynningunni að það gefi auga leið að aukinn fjöldi umsókna kalli á aukin útgjöld af hálfu Hjálpræðishersins. Haft er eftir Hjördísi Kristinsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, að mörg fyrirtæki og samtök hafi styrkt starfið um hærri upphæð í ár en síðustu ár, til þess að mæta aukinni þörf í samfélaginu. Breytingar á starfinu Á næstu mánuðum muni velferðarstarf Hjálpræðishersins í Reykjavík breytast og minna verður um inneignarkort í matvöruverslanir. „Við munum einbeita okkur að því að bjóða upp á heitan mat fimm sinnum í viku. Það eru aðallega einstaklingar sem leita til okkar en ekki fjölskyldur, svo það munar jafnvel enn meira um slíkan stuðning,“ er haft eftir Hjördísi. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Vísir/Sigurjón Skráning í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadag er þá enn opin, en endanlegt fyrirkomulag hans liggur ekki fyrir, en fram kemur að útfærsla verði í samræmi við sóttvarnareglur. Minni aukning á Akureyri Þá kemur fram í annarri tilkynningu á vef Hjálpræðishersins að umsóknum um aðstoð yfir jólin hafi fjölgað um 30% á Akureyri og nágrenni. „Eins og við mátti búast voru umsóknir um jólaaðstoð árið 2020 nokkuð fleiri en árin á undan. Umsóknir bárust frá um 400 heimilum á svæðinu, samanborið við 309 árið 2019. Þó hefur vel gengið að fjármagna aðstoðina, enda styðja fyrirtæki og samtök á svæðinu myndarlega við sjóðinn.“
Hjálparstarf Reykjavík Akureyri Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira