Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar eru ferðalangar varaðir við því að færð gæti spillst á fjallvegum á Austfjörðum í dag og ættu þeir sem hyggja á ferðalög því að kynna sér vel veður og færð áður en lagt er af stað.
Smám saman hlýnar í veðri og það fer svo að rigna við norður- og austurströndina í kvöld. Á morgun er spáð ákveðinni austanátt og rigningu eða slyddu með köflum í flestum landshlutum en allhvöss eða hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum og frekar milt veður.
Dagana á eftir er spáð áframhaldandi mildum austanáttum og vætu með köflum, þó einkum suðaustanlands.
Veðurhorfur á landinu:
Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum SV-til, rigning við ströndina, en hægara og yfirleitt bjartviðri norðan og austan til. Frost yfirleitt 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en frostlaust við S-ströndina.
Gengur í norðaustan 10-18 m/s upp úr hádegi, hvassast NV-lands og fer að snjóa á A-verðu landinu, síðar einnig á NV-landi, en rigning eða slydda við sjávarsíðuna um kvöldið. Úrkomulaust að kalla í öðrum landshlutum. Hiti víða 0 til 6 stig í dag, en vægt frost inn til landsins.
Austlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum á morgun, en norðaustan 13-20 á Vestfjörðum, hvassast á annesjum. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á fimmtudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en norðaustan 13-20 og snjókoma NV-til fram á kvöld. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag, laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Ákveðin austlæg átt og rigning með köflum SA-til, en dálitlar skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.