Zidane: Kæmi mér ekki á óvart ef ég yrði rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Zinedine Zidane hefur þurft að horfa upp á mjög misjafna frammistöðu Real Madrid liðsins í Meistaradeildinni í vetur. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, þarf svo sannarlega á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld enda bæði sæti í sextán liða úrslitum og mögulega starfið hans undir. Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Zinedine Zidane ræddi framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram í kvöld. Zidane er í hættu á að vera rekinn úr starfi eftir mjög dapurt gengi Real Madrid á leiktíðinni því auk þess að vera í stressi yfir framtíð liðsins í Meistaradeildinni þá er Real Madrid liðið einnig búið að tapa þremur leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni. Real Madrid coach Zinedine Zidane insisted he is not contemplating losing his job if his side fail to progress from the Champions League group stage. https://t.co/oWqUnIAsfv— Reuters Sports (@ReutersSports) December 8, 2020 Zidane var spurður á blaðamannafundinum í gær hvort að það kæmi á óvart ef hann þyrfti að taka pokanna sinn falli úrslitin ekki með Real Marid í kvöld. „Nei. Félagið mun gera það sem það þarf að gera eins og alltaf,“ sagði Zinedine Zidane. „Ég er ekki að hugsa um það. Ég er að hugsa um leikinn á morgun (í kvöld). Félagið mun taka sínar ákvarðanir eins og alltaf en ég er ekki að hugsa um það ef ég svara hreinskilnislega,“ sagði Zidane. Zinedine Zidane hefur stýrt Real Madrid þrisvar til sigurs í Meistaradeildinni (2016, 2017 og 2018) en liðið datt út fyrir Manchester City í sextán liða úrslitnum í haust. Zinedine Zidane has said it wouldn't surprise him if he was sacked should @realmadrid crash out of the #ChampionsLeague. They need to beat @borussia on Wednesday to qualify for the round of 16, or draw if Inter Milan beat Shakhtar Donetsk. https://t.co/YV3gr7v4xi #ESPNCaribbean pic.twitter.com/3vzUXLbUrK— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) December 8, 2020 Real Madrid vann spænska meistaratitilinn undir stjórn hans á síðustu leiktíð en í ár hefur liðið tapað fyrir liðum Cadiz, Valencia og Alaves í spænsku deildinni. Blaðamenn héldu áfram að spyrja Zinedine Zidane út í mögulegan brottrekstur og hvort að það yrði mjög sárt fyrir hann að vera rekinn í fyrsta sinn á ferlinum. „Nei. Fortíðin er að baki. Það mikilvæga er nútíðin og framtíðin. Það sem gerist mun bara gerast,“ sagði Zidane. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira