Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 08:30 Ole Gunnar Solskjær hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United í næstum því tvö ár. Getty/Ash Donelon Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira