Framlengdi samninginn sinn um einn dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 09:30 Vilde Böe Risa í leik með norska landsliðinu. Getty/Jose Breton Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa gerði óvenjulega framlengingu á samningi sínum á dögunum. Hún framlengdi ekki um eitt ár heldur bara einn dag. Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti