Heljarinnar útsending á Stöð 2: „Við tökum honum fagnandi” Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Logi Bergmann og Sigrún Ósk stýra þættinum saman. Myndir/Inga Lind/vilhelm Eitt það allra fyrsta sem gerist eftir að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú er að Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir koma sér fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og stýra þaðan jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþættinum Látum jólin ganga, í beinni útsendingu á Stöð 2. Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi. Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi.
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira