Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 12:01 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira