Tryggði sér sæti í úrslitum á Evrópumóti unglinga á sínu fyrsta móti í tíu mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 09:30 Jónas Ingi Þórisson var að vonum kátur eftir að sætið í úrslitum voru tryggð. Skjámynd/Youtube Jónas Ingi Þórisson braut blað í íslenskri fimleikasögu í gær með því að vinna sér inn sæti í úrslitum í fjölþraut og á stökki á Evrópumóti í unglingaflokki í áhaldafimleikum. Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá. Fimleikar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Það sem gerir þennan árangur Jónasar enn athyglisverðari fyrir þær sakir að síðasta mót sem Jónas Ingi keppti á var Bikarmót FSÍ sem fram fór í febrúar á þessu ári og því eru 10 mánuðir frá því að hann keppti síðast. Á þessu tímabili hefur auðvitað kórónuveirufaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn þar sem Jónas hefur tvisvar sinnum þurft að gera hlé frá æfingum vegna sóttvarnarreglna á Íslandi. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með eljusemi og metnaði Jónasar Inga þar sem hann hefur snúið til baka til æfingar eins og sannur íþróttamaður og sett sér háleit markmið sem hann náði í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Fimleikasambands Íslands. „Þetta er búið að vera markmiðið hjá mér á þessu móti og ég er búinn að æfa mjög stíft síðustu mánuði. Þetta var var bara draumurinn að komast í úrslit í fjölþraut og í stökkúrslitin líka. Mér líður vel. Ég gerði mitt besta og það dugði,“ sagði Jónas Ingi Þórisson hógvær í viðtali í myndbandi Fimleikasambandsins sem sjá má hér fyrir neðan en þar eru einnig svipmyndir frá æfingum hans í gær. watch on YouTube „Inn á milli þá hef ég ekki getað æft og þá er erfitt að koma sér aftur í form. Síðustu mánuði er ég búinn að æfa ansi vel enda skilaði það sér,“ sagði Jónas Ingi. Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari Íslands var að vonum stoltur af sínum manni og hafði hann þetta um árangurinn að segja: „Frábær árangur hjá ótrúlegum íþróttamanni, ef þú elskar það sem þú ert að gera og ert tilbúinn að leggja á þig vinnuna, þá eru þér allir vegir færir,“ sagði Róbert í fyrrnefndri frétt. Evrópumót unglinga fer fram í Tyrklandi dagana 9. til 13. desember, Jónas Ingi mun keppa til úrslita í fjölþraut þann 11. desember og í úrslitum á stökki 13. desember. Jónas Ingi hann er til viðbótar varamaður í úrslitum á gólfi og tvíslá.
Fimleikar Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira