Segir dóttur sína vera talsverður Íslendingur í sér og ekta víkingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 08:30 Kristín Þorleifsdóttir í leik með sænska landsliðinu á Evrópumótinu. Getty/Jan Christensen Við Íslendingar teljum okkur eiga aðeins í skyttu sænska handboltalandsliðsins sem er nú í stóru hlutverki á Evrópumóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira