Hér fyrir neðan má finna uppskriftina að forréttinum.
Nauta Carpaccio með piparrótarsósu
Fyrir 4
- 400 g nautalund
- Góð ólífuolía
- Salt pg pipar
- Sítróna
- 100 g ristaðar furuhnetur
- Góður ostur til dæmis Feykir
- 250 g blandað salat
- 1 dós sýrður rjómi
- 3 tsk piparrótarmauk
- 1 tsk hunang
Aðferð:
- Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30 – 40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjötið þunnt niður).
- Fletjið kjötið út með kökukefli og leggið á diska.
- Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreipið góðri ólífuolíu yfir og kreistið smá sítrónusafa yfir kjötið í lokin.
- Ristið furuhnetur á pönnu.
- Skolið og þerrið klettasalat, leggið salatið yfir kjötið.
- Rífið niður ost til dæmis Feykir eða parmesan og stráið ristuðum furuhnetum yfir réttinn.
- Þá er að útbúa sósuna góðu. Blandið sýrða rjómanum, piparrótarmaukinu, hunangi og smá sítrónusafa saman í skál og smakkið sósuna til með salti og pipar.
- Í lokin sprautið þið piparrótarsósunni á diskana eða mótið fallegar kúlur með teskeiðum.
- Berið strax fram og njótið!