Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:21 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48
Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51