Hvít klessukaka að hætti Lindu Ben Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2020 09:00 Linda Ben „Þessi hvíta klessukaka er í stuttu máli alveg tryllt og ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Kantarnir eru stökkir en miðjan silkimjúk og klessuleg. Sítrónan og hindberin skapa síðan dásamlega ferskan blæ,“ segir kökusnillingurinn Linda Ben. Linda var að gefa út sína fyrstu bók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. Við fengum Lindu til að deila uppskrift með lesendum Vísis að dásamlegri hvítri klessuköku. Uppskrift og aðferð má finna hér fyrir neðan. Linda segir að baksturinn taki um eina klukkustund. 20 mínútur í framkvæmd, 30 mínútur í ofni og tíu mínútur að kólna. Fyrir kökuna notar hún 23 sentímetra smelluform. Hráefni 150 g smjör 150 g hvítt súkkulaði 2 egg 200 g sykur 150 g hveiti ¼ tsk. salt Fínt rifinn börkur af 2 sítrónum Hindber til skreytingar Aðferð Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita. Bræðið smjör við lágan hita í potti og takið svo af hitanum. Brjótið hvítt súkkulaði út í smjörið og leyfið því að bráðna saman við. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan er orðin létt og ljós. Hrærið því næst hveiti og salti varlega saman við eggjablönduna. Blandið loks rifnum sítrónuberki af annarri sítrónunni ásamt súkkulaðiblöndunni varlega saman við deigið. Brjótið smjörpappír ofan í 23 cm smelluform og hellið deiginu ofan í formið. Bakið kökuna í 25-30 mín. eða þar til kantarnir eru bakaðir í gegn en miðjan enn dálítið blaut. Stingið í kantinn með prjóni og ef hann kemur þurr upp úr er kakan tilbúin. Leyfið kökunni að kólna og takið hana svo úr forminu. Til þess að ná smjörpappírnum undan kökunni er best að brjóta hann undir kökuna öðru megin og setja þann enda kökunnar á kökudiskinn á meðan botninn á forminu styður við hinn enda kökunnar. Flettið smjörpappírnum hægt og rólega undan kökunni svo hún færist af botninum og yfir á kökudiskinn. Skreytið kökuna með ferskum hindberjum og rifnum sítrónuberki af sítrónunni sem eftir er. Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. 10. desember 2020 16:31 Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. 9. desember 2020 11:25 Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Linda var að gefa út sína fyrstu bók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. Við fengum Lindu til að deila uppskrift með lesendum Vísis að dásamlegri hvítri klessuköku. Uppskrift og aðferð má finna hér fyrir neðan. Linda segir að baksturinn taki um eina klukkustund. 20 mínútur í framkvæmd, 30 mínútur í ofni og tíu mínútur að kólna. Fyrir kökuna notar hún 23 sentímetra smelluform. Hráefni 150 g smjör 150 g hvítt súkkulaði 2 egg 200 g sykur 150 g hveiti ¼ tsk. salt Fínt rifinn börkur af 2 sítrónum Hindber til skreytingar Aðferð Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita. Bræðið smjör við lágan hita í potti og takið svo af hitanum. Brjótið hvítt súkkulaði út í smjörið og leyfið því að bráðna saman við. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan er orðin létt og ljós. Hrærið því næst hveiti og salti varlega saman við eggjablönduna. Blandið loks rifnum sítrónuberki af annarri sítrónunni ásamt súkkulaðiblöndunni varlega saman við deigið. Brjótið smjörpappír ofan í 23 cm smelluform og hellið deiginu ofan í formið. Bakið kökuna í 25-30 mín. eða þar til kantarnir eru bakaðir í gegn en miðjan enn dálítið blaut. Stingið í kantinn með prjóni og ef hann kemur þurr upp úr er kakan tilbúin. Leyfið kökunni að kólna og takið hana svo úr forminu. Til þess að ná smjörpappírnum undan kökunni er best að brjóta hann undir kökuna öðru megin og setja þann enda kökunnar á kökudiskinn á meðan botninn á forminu styður við hinn enda kökunnar. Flettið smjörpappírnum hægt og rólega undan kökunni svo hún færist af botninum og yfir á kökudiskinn. Skreytið kökuna með ferskum hindberjum og rifnum sítrónuberki af sítrónunni sem eftir er.
Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. 10. desember 2020 16:31 Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. 9. desember 2020 11:25 Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. 10. desember 2020 16:31
Glænýr bóksölulisti: Stefnir í ein mestu bókajól sögunnar Fyrir viku var Ólafur Jóhann Ólafsson farinn að ógna Arnaldi á toppi listans en Arnaldur hefur rifið upp sokkana því hann eykur forskotið nú. 9. desember 2020 11:25
Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20