Kerfisvandamál en ekki tölvuárás Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:24 Bilunin náði til fleiri kerfa hjá forritum Facebook. Getty/Hakan Nural Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag. Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan. Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18