Lister var oft kallaður „Tiny“ eða hinn smái, en hann var rétt tæpir tveir metrar á hæð.
Hann hafði sýnt einkenni Covid-19, samkvæmt umboðsmanni hans, en hafði þó ekki verið greindur með veiruna.
Í samtali við People sagði Cindy Cowan, umboðsmaður Lister, að hann hefði ekki farið til læknis en hefði verið mjög veikur. Hann átti að vinna að kvikmynd um síðustu helgi en hætti við vegna veikinda.
Hún sagði hann hafa verið of veikan til að fara til læknis.
Lister fannst látinn í gær. Þá hafði vinur farið heim til hans eftir að Lister hafði ekki svarað símtölum. Þar mun vinurinn að honum látnum. Samkvæmt frétt TMZ mun krufning verða framkvæmd og á hún að varpa ljósi á dánarorsök Lister.
Rapparinn og leikarinn Ice Cube, sem lék með Lister í kvikmyndunum Friday og Next Friday, vottaði Listar virðingu sína á Twitter í nótt.
RIP Tiny Deebo Lister. America s favorite bully was a born entertainer who would pop into character at the drop of a hat terrifying people on and off camera. Followed by a big smile and laugh. Thank you for being a good dude at heart. I miss you already. pic.twitter.com/jIl8yEZU9c
— Ice Cube (@icecube) December 11, 2020