Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2020 11:31 Hvaleyrarskóli í Hafnarfirði. SKjáskot/ja.is Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar staðfestir í samtali við Vísi að einn smitaðra íbúa úrræðisins, sem er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé nemandi á grunnskólaaldri. Bekkjarfélagar hans hafi verið settir í sóttkví, auk tveggja kennara. Enginn þeirra hafi greinst með veiruna. Árdís segir að gengið hafi vel hjá Hafnarfjarðarbæ að bregðast við klasasmitinu. Unnið sé eftir ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Hún veit ekki til þess að neinn starfsmaður bæjarins hafi þurft að sæta sóttkví í tengslum við klasasmitið. Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla staðfestir í samtali við Vísi að nemandi við skólann hafi greinst með veiruna um miðja viku og sextán bekkjarfélagar, auk tveggja kennara, séu í sóttkví. Hann getur ekki staðfest hvort nemandinn tengist klasasmitinu í búsetuúrræðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver greinist með veiruna í skólanum síðan faraldurinn hófst, að sögn Kristins. Hann segir skólastarfið að öðru leyti ganga sinn vanagang. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í morgun að alls væru átta smitaðir í tengslum við hópsmitið, þar af greindust sex í gær. Hann sagði að uppruni smitsins væri þekktur en hafði ekki frekari upplýsingar um smitrakningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar staðfestir í samtali við Vísi að einn smitaðra íbúa úrræðisins, sem er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé nemandi á grunnskólaaldri. Bekkjarfélagar hans hafi verið settir í sóttkví, auk tveggja kennara. Enginn þeirra hafi greinst með veiruna. Árdís segir að gengið hafi vel hjá Hafnarfjarðarbæ að bregðast við klasasmitinu. Unnið sé eftir ákveðnum viðbragðsáætlunum og verklagi. Hún veit ekki til þess að neinn starfsmaður bæjarins hafi þurft að sæta sóttkví í tengslum við klasasmitið. Kristinn Guðlaugsson skólastjóri Hvaleyrarskóla staðfestir í samtali við Vísi að nemandi við skólann hafi greinst með veiruna um miðja viku og sextán bekkjarfélagar, auk tveggja kennara, séu í sóttkví. Hann getur ekki staðfest hvort nemandinn tengist klasasmitinu í búsetuúrræðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver greinist með veiruna í skólanum síðan faraldurinn hófst, að sögn Kristins. Hann segir skólastarfið að öðru leyti ganga sinn vanagang. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í morgun að alls væru átta smitaðir í tengslum við hópsmitið, þar af greindust sex í gær. Hann sagði að uppruni smitsins væri þekktur en hafði ekki frekari upplýsingar um smitrakningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44
Sex af tólf innanlandssmitum gærdagsins tengjast klasasmitinu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru ellefu í sóttkví. Af þeim sem greindust með veiruna í gær tengjast sex klasasmiti á höfuðborgarsvæðinu sem komið hefur upp í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 09:23