Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 17:26 Dómur Landsréttar var birtur í dag þar sem fram kemur að dómur mannsins hafi verið mildaður úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira