Reyndist dvelja ólöglega í landinu og vistaður í fangaklefa Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 07:32 Lögregla hafði afskipti af fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Einn ökumaður, sem stöðvaður var vegna fíkniefnaaksturs, reyndist dvelja ólöglega í landinu. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu. Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu.
Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira