Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 12:37 Jón Óttar hefur starfað fyrir Samherja undanfarin ár. Youtube Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti. Samherjaskjölin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor, er skráður fyrir félaginu, en nokkur hundruð milljónir króna eru sagðar hafa verið millifærðar á reikning félagsins í Dúbaí á árunum 2014 til 2019. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í greinagerð ríkissaksóknara í Namibíu, sem fréttastofa hefur undir höndum, er vísað til tölvupóstssamskipta Jóna Óttars og Hatuikulipi þar sem Jón Óttar sagðist telja ólíklegt að yfirvöld myndu finna greiðslurnar. Þremur reikningum hefði verið lokað og yfirvöld hefðu ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsgreiðslum. Úr greinagerð ríkissaksóknara. Í samskiptum þeirra var því velt upp hvort Samherji ætti að útbúa skjöl til þess að réttlæta þær greiðslur sem höfðu farið fram. Er Jón Óttar sagður hafa lýst því yfir að það gæti leitt til þess að peningaslóðin myndi finnast. Ríkissaksóknari í Namibíu fer fram á að tvö skip Samherja verði kyrrsett og er sú krafa byggð á því að skipin hafi verið nýtt til þess að afla ólögmæts ávinnings fyrir Samherja. Samherji birti í gær yfirlýsingu þar sem því var hafnað að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Í svari Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja, við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sagði hann ekkert nýtt vera í fréttaflutningnum. Engar sönnur hefðu verið færðar á ásakanirnar og Samherji væri staðráðinn í því að verja fyrirtækið og tengd félög af krafti.
Samherjaskjölin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira