Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 15:37 Ásgerður Jóna Flosadóttir, er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Tölfræði sem samtökin birtu í gær sýnir að 42% skjólstæðinga samtakanna eru með íslenskt ríkisfang en 58% með erlent ríkisfang. Appelsínuguli flöturinn sýnir fjölda þeirra sem eru með íslenskt ríkisfang. Samsett mynd Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands. Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands.
Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira