Joshua rotaði Pulev og mætir Fury næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 11:46 Joshua rotaði Pulev í 9. lotu og mætir Tyson Fury næst. EPA-EFE/Andrew Couldridge Hnefaleikakappinn Anthony Joshua rotaði Kubrat Pulev í nótt er þeir börðust um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Það þýðir að bardagi milli Joshua og Tyson Fury er næstur á dagskrá en Fury segir að hann muni rota Joshua í tveimur lotum. Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin. Box Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin.
Box Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira