Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 20:46 Jill Biden er hámenntaður kennari og hyggst halda áfram störfum eftir að eiginmaður hennar sver embættiseið. epa/Luong Thai Linh Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira