Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 09:53 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni. Vísir/Vilhelm Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum. Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira