Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 15:22 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum króónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Vilhelm/Þorkell Þorkellsson Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum