„Þetta er algjört met, algjört met" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2020 20:00 Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid. Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira