Metmánuður á fasteignamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2020 07:22 Fólki á leigumarkaði hefur fækkað á árinu. Vísir/Vilhelm Enn virðist mikið líf vera á fasteignamarkaði þó að hápunktinum hafi líklegast verið náð í september þegar öll met í umfangi voru slegin varðandi fjöldi útgefinna kaupsamninga og veltu. Október og nóvember virðast hafa verið aðeins umsvifaminni á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrenni við höfuðborgarsvæði þá var nóvember hins vegar metmánuður í fjölda eigna sem teknar voru af söluskrá á meðan fjöldinn dróst verulega saman annars staðar á landsbyggðinni. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að mikil eftirspurn eftir húsnæði undanfarna mánuði sé farin að hafa töluverð áhrif á fjölda eigna sem séu til sölu á hverjum tíma. „Seinustu ár hefur meðalfjöldi eigna til sölu á höfuðborgarsvæðinu verið á bilinu 1.600-2.200 eignir. Við lok fyrra samkomubanns í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eignir. Minna framboð á eignum hefur orðið til þess að verð hefur hækkað þónokkuð undanfarna mánuði ásamt því að meðalsölutími eigna hefur dregist saman. Samkvæmt skoðanakönnun HMS og Zenter frá því í nóvember eru væntingar almennings á þá leið að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 70% svöruðu með þeim hætti. Mun meiri væntingar voru til verðhækkana á höfuðborgarsvæðinu en þar töldu 76% svarenda að verðið muni hækka á meðan ekki nema 61% á landsbyggðinni svöruðu á sama hátt. Þessar verðhækkanir eru í takti við að aukinn fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði, það á sérstaklega við höfuðborgarsvæðið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hlutfall eigna sem selst yfir ásettu verði hækkað úr 11% í júní og upp í 21% í október, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal,“ segir í skýrslunni. Leigumarkaður skreppur saman Í mánaðarskýrslunni segir einnig frá því að leigumarkaður virðist vera að skreppa saman og hafi leigjendum fækkað hlutfallslega á árinu, sér í lagi ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir að faraldurinn skall á. Þá hefur hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum aukist og má því áætlað að leigjendur virðast í auknum mæli vera að flytja í eigið húsnæði eða þá í foreldrahús. Húsnæðismál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Í nágrenni við höfuðborgarsvæði þá var nóvember hins vegar metmánuður í fjölda eigna sem teknar voru af söluskrá á meðan fjöldinn dróst verulega saman annars staðar á landsbyggðinni. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að mikil eftirspurn eftir húsnæði undanfarna mánuði sé farin að hafa töluverð áhrif á fjölda eigna sem séu til sölu á hverjum tíma. „Seinustu ár hefur meðalfjöldi eigna til sölu á höfuðborgarsvæðinu verið á bilinu 1.600-2.200 eignir. Við lok fyrra samkomubanns í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eignir. Minna framboð á eignum hefur orðið til þess að verð hefur hækkað þónokkuð undanfarna mánuði ásamt því að meðalsölutími eigna hefur dregist saman. Samkvæmt skoðanakönnun HMS og Zenter frá því í nóvember eru væntingar almennings á þá leið að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 70% svöruðu með þeim hætti. Mun meiri væntingar voru til verðhækkana á höfuðborgarsvæðinu en þar töldu 76% svarenda að verðið muni hækka á meðan ekki nema 61% á landsbyggðinni svöruðu á sama hátt. Þessar verðhækkanir eru í takti við að aukinn fjöldi íbúða selst nú yfir ásettu verði, það á sérstaklega við höfuðborgarsvæðið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hlutfall eigna sem selst yfir ásettu verði hækkað úr 11% í júní og upp í 21% í október, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal,“ segir í skýrslunni. Leigumarkaður skreppur saman Í mánaðarskýrslunni segir einnig frá því að leigumarkaður virðist vera að skreppa saman og hafi leigjendum fækkað hlutfallslega á árinu, sér í lagi ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir að faraldurinn skall á. Þá hefur hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum aukist og má því áætlað að leigjendur virðast í auknum mæli vera að flytja í eigið húsnæði eða þá í foreldrahús.
Húsnæðismál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent