Smári segir hálendisþjóðgarð kominn í skrúfuna hjá ríkisstjórninni Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2020 12:07 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Smári McCarthy Pírati. Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt, hún verði að hlutast til um hegðun fólks og þar með fari bráðnauðsynleg samstaðan fyrir lítið. visir/vilhelm Smári McCarthy Pírati furðar sig á því hvernig ríkisstjórninni tókst að klúðra samstöðu um hálendisþjóðgarð. „Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í upphafi pistils sem hann skrifaði og birti á Vísi í morgun. Ríkisstjórninni ekki sjálfrátt Pistillinn hefur vakið verulega athygli en Smári vísar í skoðanakannanir og segir mikinn meirihluta hlynntan því að hálendi Íslands sé verndað. En það sé ekki sama hvernig það er gert og hvernig að því er staðið. Og nú rífist menn eins og hundur og köttur vegna málsins sem hægur leikur hefði verið að mynda þverpólitíska samstöðu um. Í sátt og samlindi. „En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni.“ Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt. „Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg.“ Smári segir að markmiðið hefði átt að vera að koma í veg fyrir náttúruspjöll eða óafturkræfa eyðileggingu. En útfærslan reyndist vera sú að banna fólki að njóta svæðis nema á afmarkaða vegu: „Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli.“ Valdboð ekki vænlegt til að efla samstöðuna Smári rekur það að fólk njóti hálendisins á margvíslega vegu. En reglurnar séu takmarkandi og þá hverfur samstaðan. Stíllinn sé í fyrirskipunartóni, segir Smári og vísar í frumvarpið: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Þjóðgarðar Píratar Tengdar fréttir Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
„Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum. Það þyrfti hins vegar að varast að þriðjungur landsins yrði afmarkaður undir hálf-fasíska víðáttu sem hentaði bara ákveðinni tegund göngugarpa, sem báðir væru í VG,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í upphafi pistils sem hann skrifaði og birti á Vísi í morgun. Ríkisstjórninni ekki sjálfrátt Pistillinn hefur vakið verulega athygli en Smári vísar í skoðanakannanir og segir mikinn meirihluta hlynntan því að hálendi Íslands sé verndað. En það sé ekki sama hvernig það er gert og hvernig að því er staðið. Og nú rífist menn eins og hundur og köttur vegna málsins sem hægur leikur hefði verið að mynda þverpólitíska samstöðu um. Í sátt og samlindi. „En hingað erum við komin og ég verð að segja: Vá. Eingöngu þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sameinaðs Íhalds, gæti tekið mál sem flestir landsmenn eru í grunninn sammála og útfært það með svo afleitum hætti að flestir landsmenn snúast gegn tillögunni.“ Smári segir að ríkisstjórninni sé ekki sjálfrátt. „Flokkarnir sem sitja núna í ríkisstjórn gátu bara ekki stillt sig um að reyna að stjórna hegðun fólks, jafnvel þegar hún er fullkomlega eðlileg og meinlaus. Verndin þeirra snýst minna um að varðveita náttúruna (enda virðist nóg svigrúm í frumvarpinu fyrir virkjanir) og meira um að koma í veg fyrir að fólk megi njóta hennar á vegu sem er ekki Sameinuðu Íhaldi þóknanleg.“ Smári segir að markmiðið hefði átt að vera að koma í veg fyrir náttúruspjöll eða óafturkræfa eyðileggingu. En útfærslan reyndist vera sú að banna fólki að njóta svæðis nema á afmarkaða vegu: „Sameinað Íhald getur bara ekki að þessu gert. Þetta er í þeirra eðli.“ Valdboð ekki vænlegt til að efla samstöðuna Smári rekur það að fólk njóti hálendisins á margvíslega vegu. En reglurnar séu takmarkandi og þá hverfur samstaðan. Stíllinn sé í fyrirskipunartóni, segir Smári og vísar í frumvarpið: „Hálendisþjóðgarði er heimilt … að taka eignarnámi land, mannvirki og réttindi,“ og „í reglugerð … skal setja reglur um dvöl, umgengni og umferð … tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja,“ og „er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum,“ og „Afla skal leyfis ... fyrir flugvéla- og þyrlulendingum ...“ og „afla leyfis ... fyrir notkun flygilda,“ og „heimilt að setja skilmála um umferð loftfara,“ og „skilmálar geta falið í sér bann eða takmarkanir“ og „takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum“ Og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Þjóðgarðar Píratar Tengdar fréttir Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. 9. desember 2020 10:18
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13. desember 2020 17:11