Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2020 13:36 Margir bíða spenntir eftir bóluefninu frá Pfizer. Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því fyrir hádegi að samkvæmt samningum áttu 21.000 skammtar að berast til landsins um áramót, en þeir verða um 10 þúsund. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kom fram ekki fram ástæða þess að Íslendingar fái færri skammta í janúar en ráðgert var. Von er á 17.500 skömmtum til viðbótar í janúar og febrúar. Samanlagt eru það 27.500 skammtar sem á að duga fyrir 14.000 manns. Samkvæmt svari Pfizer þá hafði fyrirtækið strax í nóvember greint frá því að það gæti ekki afhent alla þá skammta sem til stóð árið 2020. Áætlanir gerður ráð fyrir að Pfizer myndi afhenda 100 milljónir skammta í ár en vegna skorts á hráefni verður niðurstaðan 50 milljónir skammta. Andy Widger, sem sér um samskipti við fjölmiðla í Evrópu fyrir Pfizer, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ástæðurnar fyrir því að færri skammtar verða afhentir í ár séu nokkrar. Aldrei hafi bóluefni verið þróað hraðar og því hafi verið erfitt að áætla hvað þyrfti mikið í fjöldaframleiðslu þess. Þá vekur hann athygli á því að klínískar rannsóknir hafi tekið lengri tíma en til stóð, sem varð til þess að athygli fyrirtækisins fór að mestu í að ljúka þeim. Hann segir fyrirtækið þó fullvisst um að það muni ná að afhenda 1,3 milljarða skammta af bóluefninu við lok næsta árs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því fyrir hádegi að samkvæmt samningum áttu 21.000 skammtar að berast til landsins um áramót, en þeir verða um 10 þúsund. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kom fram ekki fram ástæða þess að Íslendingar fái færri skammta í janúar en ráðgert var. Von er á 17.500 skömmtum til viðbótar í janúar og febrúar. Samanlagt eru það 27.500 skammtar sem á að duga fyrir 14.000 manns. Samkvæmt svari Pfizer þá hafði fyrirtækið strax í nóvember greint frá því að það gæti ekki afhent alla þá skammta sem til stóð árið 2020. Áætlanir gerður ráð fyrir að Pfizer myndi afhenda 100 milljónir skammta í ár en vegna skorts á hráefni verður niðurstaðan 50 milljónir skammta. Andy Widger, sem sér um samskipti við fjölmiðla í Evrópu fyrir Pfizer, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ástæðurnar fyrir því að færri skammtar verða afhentir í ár séu nokkrar. Aldrei hafi bóluefni verið þróað hraðar og því hafi verið erfitt að áætla hvað þyrfti mikið í fjöldaframleiðslu þess. Þá vekur hann athygli á því að klínískar rannsóknir hafi tekið lengri tíma en til stóð, sem varð til þess að athygli fyrirtækisins fór að mestu í að ljúka þeim. Hann segir fyrirtækið þó fullvisst um að það muni ná að afhenda 1,3 milljarða skammta af bóluefninu við lok næsta árs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira