Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2020 08:00 Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. Skoðanahluti Vísis hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem einhver áhrifaríkasti vettvangur landsins til að setja fram skoðanir í pistlaformi. Pistlar eru sígildir og í raun sérstakt listform. Þrátt fyrir að segja megi að offramboð sé á skoðunum með tilkomu samfélagsmiðla heldur þetta form sínu. Sem er vel. Lestur á efni sem birtist í þessum hluta Vísis hefur verið í miklum vexti og það sem meira er, hann dreifist orðið miklu meira á milli pistla en áður var; er orðinn jafn og þéttari. Fyrir nokkrum árum var það fremur svo að stöku pistlar skáru sig úr en svo er ekki 2020. Mjótt er á munum milli þess pistils sem var mest lesinn og þess sem var í tíunda sæti. Hefðbundið er að staldra við um áramót, líta um öxl og þá eru viðhorfspistlar ágætir til að átta sig á því hvað það var helst og meðal annars sem fólk var að velta fyrir á árinu sem nú er að líða. 1. Gagnkvæm virðing, vænlegust til vinnings Sá pistill sem trónir efstur á topp tíu listanum lætur í sjálfu sér ekki mikið yfir sér. Og engin æsingur í titlinum nema síður sé. En þarna hefur pistlahöfundurinn Gunndís Eva Baldursdóttir hitt á snöggan blett. Pistillinn birtist í mars en Gunndís er sagnfræðinemi og skipaði efsta sæti á lista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands 2020. Pistillinn er einstakur að því leyti til að hann birtist bæði á íslensku og ensku. Gunndís Eva fjallar um mikilvægt mál sem er prófafyrirkomulag við HÍ. Hún bendir meðal annars á að á hugvísindasviði bjóði nemendum ekki að þreyta upptökupróf sjái þeir sér ekki fært að mæta í lokapróf og þurfi þá að taka upptökupróf. Gunndís segir margvíslegar kröfur gerðar til nemenda og reglur séu mikilvægar. Án þeirra skapist glundroði. En því miður virðist það svo vera að kennarar beri ekki eins mikla virðingu fyrir reglunum og nemendum er gert að gera: „Í reglum Háskóla Íslands er skýrt tekið fram hversu langan frest kennarar hafa til að skila úrlausnum verkefna og prófa en því miður eru mörg dæmi um að kennarar virði ekki þessar reglur. Einkunnum er skilað seint og oftar en ekki er skortur á endurgjöf. Þetta veldur nemendum miklum óþægindum enda mikilvægt að vita hvernig maður stendur í náminu og hvar sé rúm til bóta jafnt og þétt yfir önnina,“ segir Gunndís Eva. Hún skorar á stjórnendur skólans að líta í eigin barm og „…fara eftir reglum sem þau settu sér sjálf áður en þau krefja nemendur um að sitja þegjandi og hljóðlaust á meðan brotið er á þeirra rétti.“ Gunndís Eva getur þannig litið svo á að hún sé pistlahöfundur ársins. Vel gert. 2. Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Lánamálin eru mörgum hugstæð og mörg dæmi eru um pistla sem fjalla um hússnæðislán og hafa vakið mikla athygli. Björn Berg Gunnarsson birti pistil um miðjan apríl sem vakti mikla athygli, svo mikla að sá pistill er í öðru sætinu yfir mest lesnu pistla ársins. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka og hann byrjar á því að fjalla vítt og breytt um skaðsemi slúðursagna og þess að rangar upplýsingar fari á kreik. „Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram,“ ritar Björn Berg meðal annars í pistli sínum. Þetta höfðar vitaskuld til fólks sem hefur áhyggjur af sínu heimabókhaldi og/eða vill bæta stöðu sína. Björn Berg heldur áfram: „Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta.“ Björn Berg spyr hvernig þessi dæmi tengist verðtryggðum lánum og hvort ekki borgi sig að greiða inná þau? Og svarar sjálfur þeirri spurningu í ljómandi fínum pistli: „Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. 3. Að fá sorgina í heimsókn Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson er einhver vinsælasti pistlahöfundur landsins undanfarin ár. Hann hefur í pistlaröð gert upp sorg sem hann hefur mátt takast á við en Arnar Sveinn var aðeins ellefu ára þegar móðir hans Guðrún Arnarsdóttir dó. Í ágúst birti hann svo pistil sem höfðaði til margra, pistill sem birtist degi eftir að hann varð 29 ára gamall. Enn höfðu hraðahindranir, eins og hann orðar það, orðið á vegi hans. „Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu,“ skrifar Arnar en hann boðar að hraðahindranirnar eru mikilvægar, sorgin heimsækir okkur öll. Arnar Sveinn segir svo frá að í júlí hafi tvær manneskjur sem honum tengdust en þó úr ákveðinni fjarlægð, fallið frá. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. „Viðbrögð mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan,“ skrifar Arnar. Og víst er að einlægni hans og umfjöllunarefni talar til margra. „Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn.“ 4. Hvað á ég mörg börn? Lögfræðingurinn Arna Pálsdóttir birti pistil í apríl undir þessari mjög svo forvitnilegu fyrirsögn. Arna kann sannarlega þá kúnst að grípa lesandann traustataki; upphaf pistilsins er ómótstæðilegt: „Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar!“ Pistillinn fjallar af miklu fjöri og húmor um það hversu flókin fjölskyldutengslin geta reynst. „Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram.“ Og Arna heldur áfram og leiðir lesendur í gegnum hin flóknu fjölskyldumál sín og í kjölfarið þunglamaleg samskipti við hið opinbera og óleysanlegar flækjur sem þar myndast. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað, segir Arna en hins vegar sé afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fái ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. „Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu),“ segir Arna í athyglisverðum og bráðskemmtilegum pistli sem vakti verðskuldaða athygli. 5. Það getur þetta enginn Fimmta sætið á varaþingmaðurinn Sara Óskarsson en hún fjallar, líkt og Arna, um það hversu flókið það getur reynst að vera foreldri í sínum pistli sem birtist í febrúar. Sara vitnar í orðatiltæki um barneignir: „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? spyr Sara sem telur alltof lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið – og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt. Eða svo gripið sé niður í pistilinn: „Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!)“ Meginmál pistilsins er allur í þessum frumlega upptalningastíl, sem í lokin klikkir höfundur út með spurningunni: „Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum?“ Og svarið er: „Nei.“ 6. Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Næstur á lista er pistill sem vakti mikla athygli og umtal. Pistillinn birtist í júlí en þar heldur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um penna. Þarna er komið inn á mikið hitamál, sem er aðkoma fyrirtækis Kára að skimunum eftir kórónuveirunni. Kári greinir frá samskiptum sínum við ríkisstjórnina og birtir bréf sem hann ritaði til Katrínar Jakobsdóttur, þá svarbréf hennar og þá aftur svar hans við því. Þar kemur fram að hann gefur ekki mikið fyrir fyrirætlanir forsætisráðherra. „Það er ljóst á þessu svari þínu að þér er þetta vandamál ekki eins brátt og okkur. Þú gengur út frá því sem vísu að við ætlum að halda áfram að sinna skimuninni án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut með það að gera hvernig að henni er staðið sem heild í hugsun og verki,“ skrifar Kári og á erfitt með að leyna furðu sinni á þeirri ætluðu hugmynd forsætisráðherra. „Og það sem meira er þér liggur ekkert á að setja saman apparat til þess að taka við af okkur. Þetta gengur einfaldlega ekki. Við hjá ÍE erum viss um að það sé engin aðili í landinu sem kunni betur til þeirra verka sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Í lok bréfs síns varpar Kári svo sprengju: „Við erum búin að skima eftir SARS-CoV-2 í 72452 einstaklingum meðan Landspítalinn skimaði í 15408. Við erum búin leggja okkar að mörkum og kominn tími til þess að við förum að sinna dagvinnu okkar og engu öðru. Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí.“ Ýmsir urðu skelkaðir, af þessu urðu nokkrir eftirmálar en Katrínu tókst með lempni að fá hinn lundbráða forstjóra til að rifa seglin. 7. Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Ef einhver væri að koma heim eftir að hafa dvalið ár í Ástralíu og ekki haft spurnir af einu né neinu sem hefur gengið á er ekki ólíklegt að sá hinn sami teldi þetta fyrirsögn á einum of frumlegri vísindaskáldsögu. En árið 2020 var með slíkum ósköpum að það er varla að fyrirsögnin stingi í stúf. Höfundur er Jón Óttar Ólafsson en pistillinn birtist síðsumars á Vísi. Jón Óttar er afbrotafræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hefur starfað fyrir Samherja frá árinu 2013. Samherjamálið var eitt af þeim fyrirferðarmeiri á árinu sem nú er að líða. Kveikur, sjónvarpsþáttur RÚV, birti þátt þar sem fjallað er um mútumál í Namibíu. Í þættinum er fullyrt og það stutt með margvíslegum gögnum og framburði að Samherji hafi greitt verulega fjármuni í mútur til að komast yfir hrossamakrílkvóta Namibíumanna. Samherjamenn vilja hins vegar ekki kannast við hvorki eitt né neitt og telja málið allt sprottið af illvilja sjónvarpsmannsins Helga Seljan í garð fyrirtækisins. Útgerðarfyrirtækið hóf framleiðslu á þáttum, sem þeir kalla heimildaþætti, þar sem meðal annars Jón Óttar, starfsmaður fyrirtækisins, er í viðtali og spilar upptöku sem hann hafði tekið leynilega af samtali hans við Helga árið 2014. Þá í tengslum við hið svokallaða Seðlabankamál og þátt sem snéri að meintri sölu Samherja á karfa á undirverði til dótturfélaga erlendis. Þættirnir eiga meðal annars að sanna að Helgi Seljan sé óheiðarlegur blaðamaður eða svo vitnað sé í pistilinn, sem að vonum vakti verulega athygli enda að efni einstakur, segir í lok hans: „Því miður bendir margt til þess að fjölmiðlastjarna Helga Seljan hafi risið á grunni óheiðarlegra vinnubragða og jafnvel blekkinga. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig hann starfar. Hvernig þessi trúnaðarmaður fólksins á RÚV fer með heimildir, breytir þeim og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta og það sem er alvarlegast, fer vísvitandi með ósannindi. Hér er um að ræða upplýsingar sem eiga brýnt erindi við almenning. Þess vegna var forsvaranlegt og rétt að birta upptöku af samtali okkar.“ 8. Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur Annað opið bréf til Katrínar forsætisráðherra og að auki til Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra, kemst á topp tíu listann yfir þá viðhorfspistla sem mesta athygli vöktu á árinu. Hann varpar einnig ljósi á hitamál sem var á döfinni á árinu sem senn er liðið í aldanna skaut. Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarmaðurinn Magga Stína, skrifar og birti í mars áskorun. Málið sem hún gerir að umfjöllunarefni, sem og önnur af sama tagi, voru áberandi á árinu og snertu marga. „Litlu systkinin Ali, níu ára, Kayan, fimm ára, Saju, fjögurra ára og Jadin, eins árs og unga foreldra þeirra sem sækja átti einmitt þarliðna nótt og reka úr landi. Svo eru það systurnar Rita, fimm ára og Fatima, átta ára, þær eru hérna með pabba sínum Ali, frænku sinni Jwan sem er líka átta ára, foreldrum hennar og aldraðri ömmu sem Fatima heitir í höfuðið á. Þessi litlu börn og fjölskyldur þeirra á að senda í viðurstyggilegar og stórhættulegar aðstæður til Grikklands. Það hefur þeim verið sagt. Mér er kunnugt um að fleiri barnafjölskyldur eiga slíkan flutning fyrir dyrum í næstu viku.“ Magga Stína segir þetta á ábyrgð Katrínar og Áslaugar Örnu. Hún rekur í pistli sínum hverskyns hörmungar verið sé að reka börnin í sem eru flóttamannabúðir í Grikklandi. „Hvað gerist, ef þið beitið ykkur hörðu og reynið að setja ykkur í fótspor þeirra, Bærist eitthvað innra með ykkur?“ spyr Magga Stína þær stöllur í pistli sem náði í gegn og gott betur. 9. Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Í níunda sæti á topplista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins er hinn afar umdeildi Arnar Sverrisson sálfræðingur en hann var duglegur við að skrifa pistla og fá birtinga á Vísi. Mörgum til mikillar hrellingar en kvörtunarbréfum rigndi einatt yfir ritstjórn Vísis eftir birtingu greina hans. Sjaldan þó eins og eftir að hann birti pistil undir ofangreindri fyrirsögn. Í pistlinum segir meðal annars: „Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns,“ skrifar Arnar meðal annars. Hann vitnar ótæpilega í allskyns heimildir í sínum pistlum. Arnar segir að í slíkum tilfellum, hinum vægari, sé oftast er um karlmenn að ræða, „karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful.“ Strax þarna var farið að fara um margan lesandann en Arnar heldur ótrauður áfram: „Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder).“ Þetta töldu hinir ýmsu gagnrýnendur pistla Arnars einum of mikið af því góða og mótmæltu skrifunum hástöfum. 10. Sorry ef ég er að trufla partýið Í tíunda sæti situr svo pistill þar sem fjallað er um mál málanna. Veruna voðalegu sem einkenndi öðru fremur árið 2020. Sigríður Karlsdóttir, lífsleiknikennari og heilsuráðgjafi, skrifar grein undir þessari fyrirsögn. Hún talar greinilega fyrir hönd margra en í pistlinum hundskammar hún þá sem ekki taki ástandi nógu alvarlega, að hennar mati, og séu farnir að brjóta samkomubannið. Pistillinn birtist í apríl en segja má að nákvæmlega sá boðskapur hafi ómað út árið: Að fólk eigi að hlýða; hlýða Víði og þríeykinu. „Héddna.. ég er að tala við þig sem fórst með 3 hjónum og maka þínum í bústað um helgina,“ skrifar Sigríður. Og bætir við: „Og þig, ungi maður í ísbúðinni sem varst með 5 öðrum vinum þínum að knúsast og hafa það næs. Svona eins og maður gerir vanalega. Bara ekki núna.“ Og enn fleiri: „Og svo þig líka, dömuna, sem hittir vinkonur þínar á kaffihúsinu í hverfinu. Mamma þarf að djamma og allt það. Bara sorry með mig. En ég ætla vera ógeðslega leiðinleg og skemma stemmninguna.“ Sigríður talar örugglega fyrir hönd margra þegar hún bendir á að til sé fólk sem vinni af sér rassgatið, eins og Sigríður orðar það, inni á sjúkrahúsum, hættir lífi sínu til að vera til staðar fyrir deyjandi fólk. „Þarna úti er þríeykið að vinna á hverjum einasta degi, líka um helgar. Líka í páskafríinu, á meðan þú hittir nokkra félaga yfir öl.“ Allir ofantaldir náðu athygli lesenda, góðir pistlar og umdeildir sumir eins og gengur. Svo var um fjölda annarra pistla sem birtust á þessum vettvangi á árinu. Fyrir þá sem vilja skoða veröldina í gegnum kynjagleraugu taka eftir því að jafn margar konur og karlar eru höfundar vinsælustu pistlanna. Eins og segir í upphafi þá býður Vísir upp á ákjósanlegan vettvang til að birta viðhorfsgreinar og pistla og eru pennafærir einstaklingar hvattir til að nýta sér það, bjóði þeim svo við að horfa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Málefni transfólks Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Börn og uppeldi Íslenskir bankar Skóla - og menntamál Fréttir ársins 2020 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skoðanahluti Vísis hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem einhver áhrifaríkasti vettvangur landsins til að setja fram skoðanir í pistlaformi. Pistlar eru sígildir og í raun sérstakt listform. Þrátt fyrir að segja megi að offramboð sé á skoðunum með tilkomu samfélagsmiðla heldur þetta form sínu. Sem er vel. Lestur á efni sem birtist í þessum hluta Vísis hefur verið í miklum vexti og það sem meira er, hann dreifist orðið miklu meira á milli pistla en áður var; er orðinn jafn og þéttari. Fyrir nokkrum árum var það fremur svo að stöku pistlar skáru sig úr en svo er ekki 2020. Mjótt er á munum milli þess pistils sem var mest lesinn og þess sem var í tíunda sæti. Hefðbundið er að staldra við um áramót, líta um öxl og þá eru viðhorfspistlar ágætir til að átta sig á því hvað það var helst og meðal annars sem fólk var að velta fyrir á árinu sem nú er að líða. 1. Gagnkvæm virðing, vænlegust til vinnings Sá pistill sem trónir efstur á topp tíu listanum lætur í sjálfu sér ekki mikið yfir sér. Og engin æsingur í titlinum nema síður sé. En þarna hefur pistlahöfundurinn Gunndís Eva Baldursdóttir hitt á snöggan blett. Pistillinn birtist í mars en Gunndís er sagnfræðinemi og skipaði efsta sæti á lista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands 2020. Pistillinn er einstakur að því leyti til að hann birtist bæði á íslensku og ensku. Gunndís Eva fjallar um mikilvægt mál sem er prófafyrirkomulag við HÍ. Hún bendir meðal annars á að á hugvísindasviði bjóði nemendum ekki að þreyta upptökupróf sjái þeir sér ekki fært að mæta í lokapróf og þurfi þá að taka upptökupróf. Gunndís segir margvíslegar kröfur gerðar til nemenda og reglur séu mikilvægar. Án þeirra skapist glundroði. En því miður virðist það svo vera að kennarar beri ekki eins mikla virðingu fyrir reglunum og nemendum er gert að gera: „Í reglum Háskóla Íslands er skýrt tekið fram hversu langan frest kennarar hafa til að skila úrlausnum verkefna og prófa en því miður eru mörg dæmi um að kennarar virði ekki þessar reglur. Einkunnum er skilað seint og oftar en ekki er skortur á endurgjöf. Þetta veldur nemendum miklum óþægindum enda mikilvægt að vita hvernig maður stendur í náminu og hvar sé rúm til bóta jafnt og þétt yfir önnina,“ segir Gunndís Eva. Hún skorar á stjórnendur skólans að líta í eigin barm og „…fara eftir reglum sem þau settu sér sjálf áður en þau krefja nemendur um að sitja þegjandi og hljóðlaust á meðan brotið er á þeirra rétti.“ Gunndís Eva getur þannig litið svo á að hún sé pistlahöfundur ársins. Vel gert. 2. Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Lánamálin eru mörgum hugstæð og mörg dæmi eru um pistla sem fjalla um hússnæðislán og hafa vakið mikla athygli. Björn Berg Gunnarsson birti pistil um miðjan apríl sem vakti mikla athygli, svo mikla að sá pistill er í öðru sætinu yfir mest lesnu pistla ársins. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka og hann byrjar á því að fjalla vítt og breytt um skaðsemi slúðursagna og þess að rangar upplýsingar fari á kreik. „Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram,“ ritar Björn Berg meðal annars í pistli sínum. Þetta höfðar vitaskuld til fólks sem hefur áhyggjur af sínu heimabókhaldi og/eða vill bæta stöðu sína. Björn Berg heldur áfram: „Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta.“ Björn Berg spyr hvernig þessi dæmi tengist verðtryggðum lánum og hvort ekki borgi sig að greiða inná þau? Og svarar sjálfur þeirri spurningu í ljómandi fínum pistli: „Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. 3. Að fá sorgina í heimsókn Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson er einhver vinsælasti pistlahöfundur landsins undanfarin ár. Hann hefur í pistlaröð gert upp sorg sem hann hefur mátt takast á við en Arnar Sveinn var aðeins ellefu ára þegar móðir hans Guðrún Arnarsdóttir dó. Í ágúst birti hann svo pistil sem höfðaði til margra, pistill sem birtist degi eftir að hann varð 29 ára gamall. Enn höfðu hraðahindranir, eins og hann orðar það, orðið á vegi hans. „Afmælisdagurinn í gær var í sannleika sagt frekar erfiður. Fjölskyldan mín fór eldsnemma um morguninn til Þýskalands þar sem þau búa og þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið fyrsta kveðjustundin að þá virðast þær aldrei verða auðveldari - og svo sakna ég þess alltaf sérstaklega mikið á þessum degi að hafa ekki mömmu,“ skrifar Arnar en hann boðar að hraðahindranirnar eru mikilvægar, sorgin heimsækir okkur öll. Arnar Sveinn segir svo frá að í júlí hafi tvær manneskjur sem honum tengdust en þó úr ákveðinni fjarlægð, fallið frá. Vegna aðstæðna að þá gátu ekki allir mætt sem vildu, en báðum jarðarförunum var streymt á netinu. „Viðbrögð mín við það að sjá þetta, allar þessar tilfinningar brjótast um í fólki, voru þannig að mig langaði ekki að horfa lengur. Ég fór til baka til tíma þar sem sorgin var svo yfirþyrmandi í mínu lífi að ég hélt að ég myndi aldrei komast þaðan,“ skrifar Arnar. Og víst er að einlægni hans og umfjöllunarefni talar til margra. „Sársauki og erfiðleikar eru óhjákvæmilegir hlutar lífsins en þjáningin, að velta sér upp úr sársaukanum og erfiðeikunum, er valfrjáls. Við stjórnum því ekki hvenær sorgin kemur í heimsókn, en við aftur á móti stjórnum því hvernig við bregðumst við því að fá hana í heimsókn.“ 4. Hvað á ég mörg börn? Lögfræðingurinn Arna Pálsdóttir birti pistil í apríl undir þessari mjög svo forvitnilegu fyrirsögn. Arna kann sannarlega þá kúnst að grípa lesandann traustataki; upphaf pistilsins er ómótstæðilegt: „Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar!“ Pistillinn fjallar af miklu fjöri og húmor um það hversu flókin fjölskyldutengslin geta reynst. „Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. Gott betur, 100% betur ef ég á að vera heiðarleg, því ég hef eignast fjórar dætur í tveimur hjónaböndum. Titillinn á þessum pistli gefur kannski til kynna að ég sé mögulega búin að missa vitið á þessum síðustu og verstu tímum. Ég á vissulega mörg börn en ég veit hvað þau, öllu heldur þær, eru margar. Höldum því áfram.“ Og Arna heldur áfram og leiðir lesendur í gegnum hin flóknu fjölskyldumál sín og í kjölfarið þunglamaleg samskipti við hið opinbera og óleysanlegar flækjur sem þar myndast. Á Íslandi er algengast að forsjá barna sé sameiginleg eftir skilnað, segir Arna en hins vegar sé afskaplega fátt sameiginlegt við sameiginlega forsjá. Fólk fái ekki leyfi til skilnaðar nema það liggi fyrir hjá hvaða foreldri barn eigi lögheimili. „Þrátt fyrir að eiga ekki maka þá upplifi ég mig ekki sem einstætt foreldri. Ég el dætur mínar upp jafnt á móti feðrum sínum og í öðru tilvikinu dásamlegri stjúpmömmu (svo það sé á hreinu þá er ekki vond stjúpa í hinu tilvikinu),“ segir Arna í athyglisverðum og bráðskemmtilegum pistli sem vakti verðskuldaða athygli. 5. Það getur þetta enginn Fimmta sætið á varaþingmaðurinn Sara Óskarsson en hún fjallar, líkt og Arna, um það hversu flókið það getur reynst að vera foreldri í sínum pistli sem birtist í febrúar. Sara vitnar í orðatiltæki um barneignir: „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? spyr Sara sem telur alltof lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið – og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt. Eða svo gripið sé niður í pistilinn: „Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!)“ Meginmál pistilsins er allur í þessum frumlega upptalningastíl, sem í lokin klikkir höfundur út með spurningunni: „Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum?“ Og svarið er: „Nei.“ 6. Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Næstur á lista er pistill sem vakti mikla athygli og umtal. Pistillinn birtist í júlí en þar heldur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um penna. Þarna er komið inn á mikið hitamál, sem er aðkoma fyrirtækis Kára að skimunum eftir kórónuveirunni. Kári greinir frá samskiptum sínum við ríkisstjórnina og birtir bréf sem hann ritaði til Katrínar Jakobsdóttur, þá svarbréf hennar og þá aftur svar hans við því. Þar kemur fram að hann gefur ekki mikið fyrir fyrirætlanir forsætisráðherra. „Það er ljóst á þessu svari þínu að þér er þetta vandamál ekki eins brátt og okkur. Þú gengur út frá því sem vísu að við ætlum að halda áfram að sinna skimuninni án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut með það að gera hvernig að henni er staðið sem heild í hugsun og verki,“ skrifar Kári og á erfitt með að leyna furðu sinni á þeirri ætluðu hugmynd forsætisráðherra. „Og það sem meira er þér liggur ekkert á að setja saman apparat til þess að taka við af okkur. Þetta gengur einfaldlega ekki. Við hjá ÍE erum viss um að það sé engin aðili í landinu sem kunni betur til þeirra verka sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Í lok bréfs síns varpar Kári svo sprengju: „Við erum búin að skima eftir SARS-CoV-2 í 72452 einstaklingum meðan Landspítalinn skimaði í 15408. Við erum búin leggja okkar að mörkum og kominn tími til þess að við förum að sinna dagvinnu okkar og engu öðru. Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí.“ Ýmsir urðu skelkaðir, af þessu urðu nokkrir eftirmálar en Katrínu tókst með lempni að fá hinn lundbráða forstjóra til að rifa seglin. 7. Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Ef einhver væri að koma heim eftir að hafa dvalið ár í Ástralíu og ekki haft spurnir af einu né neinu sem hefur gengið á er ekki ólíklegt að sá hinn sami teldi þetta fyrirsögn á einum of frumlegri vísindaskáldsögu. En árið 2020 var með slíkum ósköpum að það er varla að fyrirsögnin stingi í stúf. Höfundur er Jón Óttar Ólafsson en pistillinn birtist síðsumars á Vísi. Jón Óttar er afbrotafræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hefur starfað fyrir Samherja frá árinu 2013. Samherjamálið var eitt af þeim fyrirferðarmeiri á árinu sem nú er að líða. Kveikur, sjónvarpsþáttur RÚV, birti þátt þar sem fjallað er um mútumál í Namibíu. Í þættinum er fullyrt og það stutt með margvíslegum gögnum og framburði að Samherji hafi greitt verulega fjármuni í mútur til að komast yfir hrossamakrílkvóta Namibíumanna. Samherjamenn vilja hins vegar ekki kannast við hvorki eitt né neitt og telja málið allt sprottið af illvilja sjónvarpsmannsins Helga Seljan í garð fyrirtækisins. Útgerðarfyrirtækið hóf framleiðslu á þáttum, sem þeir kalla heimildaþætti, þar sem meðal annars Jón Óttar, starfsmaður fyrirtækisins, er í viðtali og spilar upptöku sem hann hafði tekið leynilega af samtali hans við Helga árið 2014. Þá í tengslum við hið svokallaða Seðlabankamál og þátt sem snéri að meintri sölu Samherja á karfa á undirverði til dótturfélaga erlendis. Þættirnir eiga meðal annars að sanna að Helgi Seljan sé óheiðarlegur blaðamaður eða svo vitnað sé í pistilinn, sem að vonum vakti verulega athygli enda að efni einstakur, segir í lok hans: „Því miður bendir margt til þess að fjölmiðlastjarna Helga Seljan hafi risið á grunni óheiðarlegra vinnubragða og jafnvel blekkinga. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig hann starfar. Hvernig þessi trúnaðarmaður fólksins á RÚV fer með heimildir, breytir þeim og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta og það sem er alvarlegast, fer vísvitandi með ósannindi. Hér er um að ræða upplýsingar sem eiga brýnt erindi við almenning. Þess vegna var forsvaranlegt og rétt að birta upptöku af samtali okkar.“ 8. Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur Annað opið bréf til Katrínar forsætisráðherra og að auki til Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra, kemst á topp tíu listann yfir þá viðhorfspistla sem mesta athygli vöktu á árinu. Hann varpar einnig ljósi á hitamál sem var á döfinni á árinu sem senn er liðið í aldanna skaut. Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarmaðurinn Magga Stína, skrifar og birti í mars áskorun. Málið sem hún gerir að umfjöllunarefni, sem og önnur af sama tagi, voru áberandi á árinu og snertu marga. „Litlu systkinin Ali, níu ára, Kayan, fimm ára, Saju, fjögurra ára og Jadin, eins árs og unga foreldra þeirra sem sækja átti einmitt þarliðna nótt og reka úr landi. Svo eru það systurnar Rita, fimm ára og Fatima, átta ára, þær eru hérna með pabba sínum Ali, frænku sinni Jwan sem er líka átta ára, foreldrum hennar og aldraðri ömmu sem Fatima heitir í höfuðið á. Þessi litlu börn og fjölskyldur þeirra á að senda í viðurstyggilegar og stórhættulegar aðstæður til Grikklands. Það hefur þeim verið sagt. Mér er kunnugt um að fleiri barnafjölskyldur eiga slíkan flutning fyrir dyrum í næstu viku.“ Magga Stína segir þetta á ábyrgð Katrínar og Áslaugar Örnu. Hún rekur í pistli sínum hverskyns hörmungar verið sé að reka börnin í sem eru flóttamannabúðir í Grikklandi. „Hvað gerist, ef þið beitið ykkur hörðu og reynið að setja ykkur í fótspor þeirra, Bærist eitthvað innra með ykkur?“ spyr Magga Stína þær stöllur í pistli sem náði í gegn og gott betur. 9. Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Í níunda sæti á topplista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins er hinn afar umdeildi Arnar Sverrisson sálfræðingur en hann var duglegur við að skrifa pistla og fá birtinga á Vísi. Mörgum til mikillar hrellingar en kvörtunarbréfum rigndi einatt yfir ritstjórn Vísis eftir birtingu greina hans. Sjaldan þó eins og eftir að hann birti pistil undir ofangreindri fyrirsögn. Í pistlinum segir meðal annars: „Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns,“ skrifar Arnar meðal annars. Hann vitnar ótæpilega í allskyns heimildir í sínum pistlum. Arnar segir að í slíkum tilfellum, hinum vægari, sé oftast er um karlmenn að ræða, „karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful.“ Strax þarna var farið að fara um margan lesandann en Arnar heldur ótrauður áfram: „Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder).“ Þetta töldu hinir ýmsu gagnrýnendur pistla Arnars einum of mikið af því góða og mótmæltu skrifunum hástöfum. 10. Sorry ef ég er að trufla partýið Í tíunda sæti situr svo pistill þar sem fjallað er um mál málanna. Veruna voðalegu sem einkenndi öðru fremur árið 2020. Sigríður Karlsdóttir, lífsleiknikennari og heilsuráðgjafi, skrifar grein undir þessari fyrirsögn. Hún talar greinilega fyrir hönd margra en í pistlinum hundskammar hún þá sem ekki taki ástandi nógu alvarlega, að hennar mati, og séu farnir að brjóta samkomubannið. Pistillinn birtist í apríl en segja má að nákvæmlega sá boðskapur hafi ómað út árið: Að fólk eigi að hlýða; hlýða Víði og þríeykinu. „Héddna.. ég er að tala við þig sem fórst með 3 hjónum og maka þínum í bústað um helgina,“ skrifar Sigríður. Og bætir við: „Og þig, ungi maður í ísbúðinni sem varst með 5 öðrum vinum þínum að knúsast og hafa það næs. Svona eins og maður gerir vanalega. Bara ekki núna.“ Og enn fleiri: „Og svo þig líka, dömuna, sem hittir vinkonur þínar á kaffihúsinu í hverfinu. Mamma þarf að djamma og allt það. Bara sorry með mig. En ég ætla vera ógeðslega leiðinleg og skemma stemmninguna.“ Sigríður talar örugglega fyrir hönd margra þegar hún bendir á að til sé fólk sem vinni af sér rassgatið, eins og Sigríður orðar það, inni á sjúkrahúsum, hættir lífi sínu til að vera til staðar fyrir deyjandi fólk. „Þarna úti er þríeykið að vinna á hverjum einasta degi, líka um helgar. Líka í páskafríinu, á meðan þú hittir nokkra félaga yfir öl.“ Allir ofantaldir náðu athygli lesenda, góðir pistlar og umdeildir sumir eins og gengur. Svo var um fjölda annarra pistla sem birtust á þessum vettvangi á árinu. Fyrir þá sem vilja skoða veröldina í gegnum kynjagleraugu taka eftir því að jafn margar konur og karlar eru höfundar vinsælustu pistlanna. Eins og segir í upphafi þá býður Vísir upp á ákjósanlegan vettvang til að birta viðhorfsgreinar og pistla og eru pennafærir einstaklingar hvattir til að nýta sér það, bjóði þeim svo við að horfa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Málefni transfólks Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Börn og uppeldi Íslenskir bankar Skóla - og menntamál Fréttir ársins 2020 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira